Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2004, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2004, Blaðsíða 19
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 19 Hættulegur ökumaður Stjama Celtíc, /Man Thompson, er í vondum málum eftir að hann keyrði niður skóiastrák er 1 hannvará | " ■ % ieíð heim j ■' eftirleíkum ffA 4 daginn. Þdtt i________________J! ótrúiegt megi úróast siapp strákurinn með smá skrámur og fékk að fara heím eftir srutta skoðun á spftaia. Thompson íékk aftur á móti létt taugaáfail við atvikið og er enn að jafna síg. „flann er algjörlega miður sín og hugsar ekki um annað," sagði vinur Thompsons. Góð byrjun Aðalsteins Aðalsteinn Eyjóifsson fer veí af stað sem þjálfarí hjá þýska félaginu TusVVeibern en stúlkurnar hans lógðu VFL Oldenburg, 25-23, um síðustu helgí. Islensku stúlkumar t' iiðinu stóðu sig vel en Sóiveig Kjærnested var næstmarkaiiæsr í liðinu með 6 mörk. Dagný Skúladóttir skoraði 4 og Jóna Margrét Ragnarsdórúr 2. Sylvia Strass, sem var leikstjórnandi hjá ÍBV á síðustu leíktíð, var einnig spræk og skoraði þrjú mörk í leiknum. Holmes óákveðin Breska gullstúlkan Keliy Holmes hefur ekki ákveðið hvort hún taki þátt í síðasta frjáJs- íþróttamóti ársins sem fram fer í Mónakó. Holmes vann guli á ÓL í Aþenu í 800 og 1500 metra hiaupi sem er árangur sem fáir hafa náð. „Að sjálfsögðu myndi ég velja enda tímabilið á toppnum," sagði Holmes við blaðamenn í gær. ..Það er hara mikið spennufall i gangi eftir Ólympíuieíkana og ég mun ekki taka þátt nema ég sé búin að ná rnér að fuliu og haft trú á þvf að ég geti unnið." Keegan í vondum málum K'nattspyrnustjóri Man. City, K'evin Keegan, fær að fjúka ef ltöið tapar næsta leik sem er gegn Crystal Palace. „Margir ieikmanna Iiðsins hafa misst trú á honum og nú eru fjölmargir í stjórninni sem einnig hafa misst tní á störfum Keegans," sagöi heirnildatnaður ?! innan raða Manchester-Bðsins. Stjórnarformaðurinn John Wardle stendur reyndar enn þétt við hlið Keegans en hann er að vera eínangraður innan félagsins í þeini stuðningi. , Keegan hefur eytt yfir 50 milljónum /W punda írá því hann tók við liöinu en þrátt fyrir það hefur árangurinn staðið á sér og liðið rért slapp víð fail á síðustu leiktíð. - Einn þrálátasti orðrómurinn í knattspyrnuheiminum á íslandi í dag er sá að Guðjón Þórðarson sé að taka við KR af Willum Þór Þórssyni Guðjón útilokar ekkert í því sambandi en hann hefur einnig verið að ræða við bresk félög. Orðrómurinn um að Guðjón sé að taka við KR hefur verið ansi þrálátur. Skal svo sem engan undra þar sem KR-liðið hefur valdið miklum vonbrigðum í sumar og ekki margir sem reikna með því að Willum Þór haldi áfram að þjálfa liðið. DV Sport sló á þráðinn til Guðjóns í gær, sem staddur er í Englandi, og spurði hann út í málið sem allir eru að ræða um. „Ég skoða allt sem kemur upp. Það er alveg á hreinu. Ég er írólegheitum að skoða mína möguleika eins og stendur og ég myndi skoða KR vel eins og allt annað." „Fólk er þeirrar náttúru gætt heima að það spáir og spekúlerar og veltir fyrir sér framtíðinni. Það er bara hið besta mál og eitt það skemmtilega við fótboltann," sagði Guðjón aðspurður um orðróminn þráláta en er hann til í viðræður við KR? „Ég veit ekki betur en þeir séu með þjálfara á sínum snærum og ég held að hann eigi eitthvað eftir af sínum samningi þannig að það er eitthvað sem á eftir að skoða betur,“ svaraði Guðjón fimlega. Blaða- maður spurði þá hvort hann myndi skoða málið ef sú staða kæmi upp að starfið losnaði? Skoða allt „Ég skoða allt sem kemur upp. Það er alveg á hreinu. Ég er í róleg- heitum að skoða mína möguleika eins og stendur og ég myndi skoða KR vel eins og allt annað," sagði Guðjón og bætti við að það væri vel verðugt verkefni að koma KR-liðinu aftur á meðal þeirra bestu. Það er ekkert leyndarmál að árangur KR-liðsins í sumar er langt undir væntingum stjórnar félagsins en KR-ingar ætluðu sér í það minnsta einn titil ásamt því sem þeir ætluðu sér lengra en áður í Evrópu-keppninni. Vonbrigði „Leikmannahópur okkar lítur þannig út að hann á að hafa burði til þess að fara lengra í MeistaradeMdinni en áður ef allt gengur upp. Við erum í þessu til að vinna og ekkert annað. Það er bullandi metnaður í KR,“ sagði Jónas Kristinsson, formaður KR- Sport, í samtali við DV Sport 19. febrúar síðastliðinn. Það er ljóst að þessi markmið félagsins gengu ekki eftir og þá blasir við spumingin um hver staða þjálfarans er? „Við klárum þetta mót. Setjumst svo niður með Willum og ræðum hlutina. Það er ekki flóknara en það. Vissulega erum við í þessu til að vinna en það klikkaði þetta árið,“ sagði Jónas í samtali við DV Sport í gær og þvertók fyrir það að þeir væm búnir að ræða við Guðjón um að taka við liðinu. „Það em allir samningar til endur- skoðunar eftir hvert tímabil. Meira að segja seta stjórnarmanna. Það er margt sem þarf að skoða eftir mótið," sagði Jónas. Guðjón er ekki einasta orðaður við KR eins og stendur heldur er hann einn fjölmargra stjóra sem hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá enska 1. deildarfélaginu Preston en Craig Brown var rekinn úr því starfi á dögunum. Rætt við Preston „Ég þekki menn hjá Preston. Ég talaði við þá fyrir nokkrum dögum síðan og þeir em að skoða sín mál,“ sagði Guðjón en gerir hann sér einhverjar vonir um að fá starfið hjá Preston. „Þetta er fi'nn klúbbur en ég set mig ekki í neinn væntingastól með þetta starf. Bara verði það sem verða vill.“ Því miður fyrir Guðjón virðist hann ekki eiga mikla möguleika á að fá starfið hjá Preston. „Guðjón er ekki einn af mönnunum sem er í myndinni eins og staðan er í dag,“ sagði fjölmiðla- fulltrúi Preston við DV Sport í gær en bráðabirgðastjórinn Billy Davies fær tækifæri næsta mánuðinn til þess að sýna hvað í sér býr og eftir það mun Preston ákveða framhaldið. Bobby Robson er einn þeirra sem orðaður hefur verið við starfið en fjölmiðlafulltrúinn sagði Robson vera helst til of gamlan fyrir starfið. henry&dv.is Klár í bátana Guðjón Þórðarson er tilbúinn að skoða það að taka við KR færi svo að honum yrði boðið að taka við liðinu. Vinsæll og efnilegur KR-ingurinn Theodór Elmar Bjarnason, sem sést héríleik gegn FH, er gríðartega eftirsóttur þessa dagana aferiendum liðum og hreinlega veður í tilboðum. Mikil eftirsókn í leikmenn KR Theodórtil Danmerkur KR-ingurinn Theodór Elmar Bjamason fór til Danmerkur í gær þar sem hann verður til reynslu hjá danska stórliðinu Bröndby næstu daga. Bröndby er eitt margra liða sem hefur áhuga á KR-ingnum efnilega. „Elmar er farinn út og hann verður hjá Bröndby fram á fimmtudag," sagði Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri KR- Sports í gær en hann hefur fengið fjölda símtala og fyrirspurna ffá erlendum félögum síðustu vikur vegna Theodórs Elmars og Kjartans Henry Finnbogasonar sem slegið hefur rækilega í gegn í sumar. „Það er búið að spyrja mikið um þá síðustu vikur og greinilega margir sem vita af strákunum," sagði Sigurður. Nýjasta félagið sem spurst hefur fyrir um strákana er belgíska félagið Genk og svo var útsendari frá hollenska félaginu Groningen á leik KR og KA gagngert til þess að fylgjast með KR-ingunum efnilegu. íþróttadeild DV Sports hefur heimildir fyrir því að Theodór Elmar sé þegar búinn að fá þrjú tilboð frá erlendum félögum og ekki er ólíklegt að tilboðunum fjölgi á næstunni. Það má fastlega reikna með því að stuðningsmenn KR sjái þessa stráka í KR-búningi í síðasta skipti um næstu helgi því eftirspurnin er mikil. henry@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.