Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2004, Blaðsíða 14
Fréttir DV • • ■ OGUM Manudagar Heimilislæknirinn Þriðjudagajr Fjölskyldumaðurinn ••t Miðvikudagar Sálfræðingahjónin F immtudaga/ Kynlífsráðgjafinn Föstudagar Neytendamál Hjónin á Krossi vilja að Hveragerðisbær semji við þau um bætur fyrir þeirra hlut í óskiptu landi Kross. Gaukur Jörundsson hæstaréttarlögmaður, sem rekur málið fyrir hjónin, segir landbúnaðarráðuneytið hafa brotið lög þegar réttur þeirra til óskipta landsins var undanþegin í afsali fyrir Krossi á árinu 1999. „Ég hef verið að vona að gömlu hjónin á Krossi gætu fengið að njóta þessara aura sem þeim ber fyrir landið." Gaukur Jörundsson lögmaður telur landbúnaðarráðuneytið hafa brotið lög þegar skjólstæðingum hans var seld ríkisjörð sem þau búa á. Ráðuneytið hafi við söluna undanskilið hlut úr óskiptu landi sem áður hafði verið selt Hveragerðisbæ. Fyrir það þurfi að greiða bætur. „Sé bæjarstjóm Hveragerðis sam- mála minni lagatúikun er óþarfi að ég fari með málið fyrir dómstóla því fyrr eða síðar þurfum við að semja," segir Gaukur Jörundsson hæstaréttarlög- maður í bréfi til Hveragerðisbæjar. Gaukur gætir hagsmuna Lúðvíks Haraldssonar og Eyrúnar Þorláks- dóttur á Krossi. Gaukur segir ríkið hafa brotið á þeim í jarðaviðskiptum. Jarðir í óskiptu landi Að því er Gaukur segir í bréfi sínu átti jörðin Kross hlut í óskiptu landi svokallaðrar Reykjatorfu. Síðar hafi verið litið svo á að jarðimar ættu sinn hlut hver fyrir ofan sína jörð. Ekki hafi þó verið gengið frá þeirri skipt- ingu með lögformlegum hætti. Gaukur segir að árið 1995 hafi Hveragerðisbær eignast jörðina Velli á Reykjatorf- unni með makaskiptum við rfkið. “Þegar ríkið og jf/ff ; Hveragerði fara í makaskiptin þá viður- kenna báðir að- A Guðni Ágústsson Landbúnaðarráðu- neytið hefur neitað að breyta afsali vegna sölu á Krossi þannig að hjónin ájörðinni fái viðurkenndan rétt til afnota af óskiptu landi. ilar rétt Kross og semja um að Hvera- gerði beri að greiða bætur útilokist Kross frá nýtingu á sameignarhluta sínum,“ er rakið í bréfi Gauks lög- Segir ráðuneyti beita ólögum Gaukur segir ábúandann á Krossi hafa átt kauprétt að jörðinni eins og verið hafi fyrir áðumefnd makaskipti. Þegar hann hafi ædað að nýta þann rétt sinn og kaupa Kross á árinu 1997 hafi ríkið synjað honum um kaupin. Þá þegar hafi ríkið verið búið að selja stóran hlut Krossjarðarinnar til Hveragerðisbæjar, það er að segja þann hluta sem er ofan vegar. Að sögn Gauks tókst Lúðvíki og Eyrúnu loks á árinu 1999 að kaupa það sem eftir var af Krossi; það er að segja landið fyrir neðan veg. Land- búnaðarráðuneytið hafi hins veg- ar ekki virt rétt Kross til landsins ofan vegar, þrátt fyrir að sá réttur hafi verið viðurkenndur sérstak- lega fjórum ámm áður. Þannig hafi ráðuneytið tekið sér það vald að rýra jörðina Kross í afsali sem gefið var út: “Þessi aðgerð ráðuneyt- isins er ólögmæt," segir Gaukur. hönd Lúðvíks skjólstæðings síns að fá landbúnaðarráðuneytið til að breyta afsalinu fyrir Kross. „Því var synjað með þeim rökum meðal annars að þessi hlutur Kross í óskiptu [landi] hafi verið löglega seldur firá jörðinni við makaskiptin en Krossi tryggður beitarréttur áfram á landinu. Það er engin leið að skilja þess rök," segir Gaukur því samningurinn milli ríkis og Hveragerðisbæjar hefði verið um að virða réttinn í óskiptu landi: “Núna heitir þetta beitarréttur hjá ráðuneytinu en ekki er hægt að sjá hvemig óskipt land getur breyst í beitarrétt. Hitt er svo annað að það hefur alltaf verið viðurkennt í íslensk- um eignarrétti að sá sem á beitar- rétt verður að fá úrskipt land í staðinn ef það á að taka landið til annarra nota. Allt í einu á svo Kross engan rétt samkvæmt skilningi ráðuneytis- ins." Gömlu hjón- in fái aura Að áliti Gauks er hin endanlega niður- staða ríkisins í málinu röng. Ekki sé hægt að hafa rétt- inn til sameignar- hlutans af Lúðvíki. Þann rétt ætli hann sér að fá viðurkennd- an fyrir dómi. Það myndi fela í sér að Hveragerði skuli bæta v / Úróskiptu y J landi í eng- an rétt Gaukur segist hafa reynt fyrir Gaukur Jörundsson Landbúnaðar- ráðuneytið getur ekki svipt hjónin á Krossi rétti til óskipts lands íjarðahluta sem rfkið seldi Hveragerðisbæ, segir lög maður hjónanna. fyrir landið sé það tekið tii annarra nota en þeirra sem samræmasl not- um Kross á landinu sem sameignar- lands: “Komi til framkvæmda skipulags þá þarf að semja við Kross og ef það tekst ekki er það Matsnefhd eignar- námsbóta sem metur fjárhæð bóta." Gaukur vill nú fá fund með bæjar- stjórn Hveragerðis og fá fram form- lega afstöðu bæjarins. „Síðan mun ég taka ákvörðun um framhald málsins en ég hef verið að vona að gömlu hjónin á Krossi gætu fengið að njóta þessara aura sem þeim ber fyrir land- ið sem fýrst," lýkur lögmaðurinn bréfi sínu til bæjarstjórnar Hvera- gerðis. gar@dv.is Afkoma helstu félaga í úrvalsvísitölunni Bankarnir með helming gróðans Samanlagður hagnaður þeirra fé- laga sem greiningardeild KB banka spáði fyrir, að viðbættum hagnaði KB banka sjálfs, nam rúmlega 16,2 millj- örðum króna á öðrum ársfjórðungi en var 25,4 milljarðar kr. á fyrsta árs- fjóröungi. Til samanburðar var hagnaður sömu félaga 7,1 milljarður króna á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Aukning hagnaðar nemur því 9,1 milljörðum króna milli ára eða 128%. Hagnaður félaganna á fyrri helm- ingi árins nam samtals 41,5 milljörð- um króna eftir skatta samanborið við 14,4 milljarða hagnað á fyrri hluta ársins 2003. Hagnaður bankanna, Is- landsbanka, KB banka, Landsbank- ans og Straums á sama tímabili nam liðlega helmingi þeirrar upphæðar eða 22,2 milljörðum króna. Bankar f gróða Hagnaður bankanna, Is- landsbanka, KB banka, Landsbankans og Straums á sama tfmabili nam liðlega helmingi þeirrar upphæðar eða 22,2 milljöröum króna. Verulega munar um mikinn sölu- og gengishagnað sem fallið hefur til frarnan af ári. Sérstaklega á þetta við hjá bönkunum fjórum og fjárfesting- arfélögunum Burðarási, Kaldbaki og Atorku. Á fyrsta ársfjórðungi nam gengishagnaður þessara félaga 22,7 milljörðum króna fyrir skatta en 9,8 milljörðum á öðrum ársfjórðungi. Samanlagt nemur gengis- og sölu- hagnaður þessara félaga rúmlega 32,5 miiljörðum á fyrri hluta ársins. Ákærður fyrir að slasa tvo menn með glerflösku en mætti ekki fyrir dómara Lýst eftir meintum ofbeldismanni Ekki reyndist unnt að kanna hug ákærða, Róberts Wayne Love, gagnvart ásökunum á hendur hon- um við þingfestingu í héraðsdómi í gær, þar sem Róbert mætti ekki. Róberti Wayne, sem er 18 ára Reykvíkingur, er gefið að sök að hafa að morgni dags í ágúst 2003 ráðist að tveimur mönnum í Lækjargötu með glerflösku. Hann hafi barið annan manninn í höfuðið svo flask- an brotnaði og áverkar hlutust af. Síðan ráðist að öðrum manni með brotinni flöskunni svo áverkar hlut- ust af á höfði og líkama fórnar- lambsins. Róbert er ákærður fyrir alvarlega líkamsárás og fyrir að hafa stofnað lífi tveggja einstaklinga í hættu með hegðun sinni. Héraðsdómur Reykjavíkur Róbert Wayne Love mætti ekki fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Handtökuskipun hefur verið gefin út. Eins og áður segir mætti Róbert ekki við þingfestingu í gær. Því hefur verið gefin út handtökuskipun á hendur honum. Verður Róbert færður fyrir dómara um leið og til hans næst. helgi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.