Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2004, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2004, Blaðsíða 23
DV Fókus ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 23 Noel djammaði með ókunnugum Noel Gallagher, gítarleikari Oasis, segir að þegar hann flutti fyrst til London hafi hann ekki þekkt neinn og það hafi verið alger til- viljun að hann komst inn í Brit- pop-senuna þar í borg. „Þegar ég flutti til London fóru strákarnir í bandinu aftur til Manchester, ég þekkti engan og íbúðin mín var langt frá miðbæn- um. Á föstudags- kvöldum hoppaði ég upp í leigubíl og lét skutla mér upp í Camden. Ég þekkti engan þar en þar hitti maður afitaf einhvem og áður en maður vissi af var kominn mánudagsmorgunn. Ég var sem sagt alltaf með fólki sem ég þekkti ekk- ert,“ sagði Noel um lífið áður en hann varð frægur. Breski söngvarinn Badfy Drawn Boy gifti tvo afsln- um heitustu aðdáendum á miðjum tónleikum.„Þetta var frábært. Við sendum honum tölvupóst en höfðum enga trú á að hann myndi lesa hann. Á miðjum tónleikunum kallaði hann okkur upp á svið og pússaöi okkur saman, ‘ sagði annar aðdáendanna. Talsmaöur söngvar- ans segir hannfá margar furðulegar beiðnir en þegar hann sá þessa fannst honum tilvaliö að taka þátt. „Parið ergreinilega afarástfang- iff og hann vildisýna þeim viröingu slna með þvl að gera þetta fyrir þau." Aróðurs- kvikmyndir í Bæjarbíói Kvikmyndasafh íslands sýnir tvær breskar áróðurskvikmyndir úr seinni heimsstyrjöld- inni í kvöld í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Þetta eru myndirnar Listen to Britain frá 1942 eftir Humphrey Jennings og The Battle of Britain Úr kvikmyndinni Listen to Britain Leikstjórinn, Humphrey Jennings, gerði hana 1942 eftir Frank Capra frá 1943. Myndum þessum var ætlað að skýra fyrir breskum almenningi fyrir hverju Bretar berðust, hvemig þeir bæm sig að og ekki síður segja frá þörfinni fyrir fórnir ef stríðið ætti að vinnast. Markmið Kvikmyndasafhs íslands er svo að auka skiln- ing á kvikmyndamiðlinum, menningarlegu hlutverki og gildi hans sem heimildar og lists- forms. Einnig ber því að hvetja almenning og sérfræðinga til skoðunar og rannsókna á kvikmyndum og kvikmyndamenningu og gefa heildarmynd af kvikmyndagerð og - menningu frá upphafi til dagsins í dag. Ég er orðinn mjög spenntur og er búinn að vera að æfa að kappi síðustu vikurnar," segir Garðar Gunnlaugsson, 21 árs rnálari sem ber titilinn Herra ísland. Garðar fer til Helsinki í næsta mánuði til að taka þátt í keppninni Herra Skandinavía. Nú segist hann hamast á fullu í Betmnarhús- inu undir stjórn Unnars Karlssonar einkaþjálfara til að fá skarpari likamslínur og lifir á fæðubótareftii frá EAS sem hann segir hjálpa mikið tii. Garðar er kærasti Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur sem hef- ur þjálfar margar fslenskar fyrirsætur. „Ásdís hefur hjálpað mér mikið. Hún leiðbeinir mér og gefur mér góð ráð enda veit hún alveg um hvað hún er að tala,“ segir Garðar og bætir við að Ásdís Rán muni að sjálfsögðu mæta á keppnina til að hvetja hann til dáða. Garðar segir síðasta ár hafa verið frábært og hann mælir eindregið með þessari keppni fyrir aðra stráka. „Þetta er góð reynsla, maður kynnist fhllt af frábæmm strákum og þetta hjálpar vel upp á sjálfstraustið. Nú er bara um að gera að hugsa jákvætt og hafa trú á sjálfum sér. Ég stefiii að sjálf- sögðu á fyrsta sætið enda er ég mikill keppnismaður.“ Garð- ar veit h'tið um hvernig keppnin verður, hvort hann eigi að spranga um á sundskýlunni enda skipti það hann litlu máli. „Ég veit að verðlaunin em glæsileg. Sigling á skemmtiferða- skipi og árssamningur við alþjóðlega módelskrifstofu og margt fleira svo nú er bara að standa sig vel.“ Garðar viður- kennir að faílið verði dálítið hátt ef honum gangi ekkert í keppninni. Síðasta ár hafi verið frábært og hann hafi engan áhuga á að hversdagsleikinn taki strax við. „Þess vegna stefni ég á að vinna þennan titil, til að halda áfram að vera eitthvað. Ekki bara Garðar Gunnlaugsson málari. Annars er aldrei að vita hvað gerist. Þó maður sé ekki akkúrat týpan fyrir dómnefndina verður þarna fullt af útsendumm frá fyr- irsætuskrifstofum og ég væri alveg til í að prófa það. Enda er maður bara ungur einu sinni." Leiknrinn Noah Wyle ætlar að hætta í hinum vinsæla ER sjónvarpsþætti. Wyle, sem leikur Dr.John Carter, hefur verið iþáttunum síðastliðin 10ár.„Eg á fjölskyldu og vini sem kvöddu mig fyrir 10 árum og hafa varla séð mig siðan." Leikarinn segir að það sé kominn timi til að hann hleypiyngri leikurum að.„Nú ætla ég að eyða meiri tima með Tracy konunni minni ogOwen syni minum. Það er tími til kominn." „Þó maúur sé útsendurum frú j DV-mynd EÓL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.