Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2004, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2004, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 Fókus DV Guðbergur með fyrirlestur um stöðu menningar Guðbergur Bergsson rithöf- undur heldur í dag fyrirlestur í Norræna húsinu um menningu. Er fyrirlesturinn haldinn í boði Stofnunar Sigurðar Nordal og hefst kl. 17 í dag. Guðbergur er ekki óvanur fyrirlestrahaldi. Jafri- framt því að vera afkastamikill þýðandi, standa í lokafrágangi nýrrar skáldsögu sem væntanleg er núna fyrir jólin, skrifar hann pistla að staðaldri í Fréttablaðið sem hafa vakið mikla athygli undanfarið. Fyrirlestra hefur hann tíðum haldið. Síðast fyrirlestur um Kenjar Goya í Listasafninu á Ak- ureyri. Guðbergur sagðist þar áður hafa flutt fyrirlestur á Spáni um gestrisni og siðfræði. Hann grípur því víða niður. Efhi fýrirlestrar Guðbergs í dag minnir á frægan fyrirlestur Gests Pálssonar seint á nítjándu öld þar sem skáldið greindi sam- tíma sinn af miskunnarleysi og gagnrýni svo vel að löngum hef- ur verið til vitnað. Ekki sagðist Guðbergm þræða slóð Gests. Lesendur hans vita að tíðinda er Spacey fel- ur skallann Leikarinn Kevin Spacey hneykslaði meðleikara sína við tökur á myndinni Beyond The Sea þegar hann dró upp sprey- brúsa og fór að spreyja á haus- inn á sér til að fela skallann. Bróðir leik- arans, sem starfar sem Rod Stqwart eftirherma, segist vera orð- inn hundleiður á Kevin og kallar hann „fáránlegan lygahlaup". Hann segist ætla að gefa út bók þar sem hann ætíar að uppljóstra öllum leyndarmál- um bróður síns. „Hann hefur helgað líf sitt lyginni og er allt annar en hann þykist vera. Mér finnst hann afar sorglegur." Britney gæsuð um næstu helgi Poppprinsessan Britney Spears ætíar að halda glæsilegt gæsapartý um næstu helgi. Söngkonan er búin að bjóða átta bestu vinkonum sínum og hefur keypt inn nóg af áfengi svo þær þurf! ekki að yfirgefa villuna. Á sama tíma ætíar Kevin Federline að skemmta sér með vinum sfnum í Las Veg- as. „Britney hef- ur látið hann fá mikinn pening því hún viU að hvorugt þeirra muni gleyma þessari helgi." Britney ætlar ekki að eyðileggja djammið með því að fara á skemmtistaði. Þess í stað ætíar hún að bjóða vinkonum sínum í bíó, í snyrtingu og á nektardansstað heima hjá sér. Fyrirlestraröð Mannfræðingafélags íslands hefst í kvöld í Reykjavíkurakademí- unni. ValdimarTr. Hafstein þjóðfræðingur ríður á vaðið og Qallar um menningar- arf, margbreytileika og alþjóðapólitík. Menningararfur veröur sagan í neytendaumhúDum „Ég ætla velta fyrir mér upp- gangi þessa hugtaks og orðræðu allrar í kringum menningararf á síðustu 20 árum," segir Valdi- mar Tr. Hafstein þjóðfræðingur. „Með þessu orði, „menningar- arfur", er m.a. verið að yfirfæra sjónarhorn minjasafna yfir á daglegt líf. UNESCO hefur t.d. nýlega samþykkt sáttmála um óáþreifanlegan menningararf en hann snýst um verndun ólík- ustu fyrirbæra eins og markaðs- torgs í Marakech, hér yrðu þá fyrir hlutir eins og vefnaður, glíma og rímur. En um leið og horft er á hlutina sem menning- ararf verður ákveðin eðlisbreyt- ing á þeim, samband manna við þá breytist um leið og menn álíta að þeir séu að viðhalda menningararfi. Skilningur manna á hlutnum breytist og þeir skoða hann í öðru sam- hengi en áður.“ Menningararfur og tákn- mynd Valdimar telur að þegar hlut- um, tjáningu og atferli sé stillt upp sem menningararfi verði þetta að eigin táknmyndum. „Eiginlega verða þeir ímyndin af sjáífum sér. Oft eru þetta úr- eltir hlutir og tengjast annars konar samfélögum en við búum í nú en öðlast framlengingu á tilveru sinni sem menningararf- ur. En svo er í þessu þversögn því það að eiga menningararf er merki um að vera nútímalegur. í Afríku vernda menn nú og rækta sinn menningararf en það er tæki til að koma þjóðum þar til nútímans. Hér segjum við að nánast hvað sem er sé menn- ingararfur í þeim tilgangi að beina athygli manna og fjár- munum að því; sundiðkun er mikilvægur menningararfur, skáklist víkinganna, Árnes- hreppur, íslenski fjárhundur- inn, draugatrúin og svo mætti lengi telja. Þetta er hinn mikla menningararfsvæðing síðust áratuga en hún er auðvitað svar þjóða, héraða og sveita við hnattvæðingunni um leið og hún er hluti af henni," segir Valdimar. Hlutir í útrýmingarhættu „Með þessu er líka verið að hlutgera menninguna og fortíð- ina,“ heldur Valdimar áfram. „Að mínu mati helst það svo í hendur við hlutgervingu fram- tíðarinnar í nýjustu neysluvör- unum. Þannig má segja að menningararfurinn verði sagan í neytendaumbúðum og þegar við notum þetta orð er komið að elleftu stundu, fyribrigðin eru í útrýmingarhættu hvort sem þau eru það eða ekki. Hætta steðjar alltaf að menningararf- inum eins og öðrum forgengi- legum hlutum. Um þetta og ým- islegt fleira ætla ég að fjalla í kvöld," segir Valdimar Tr. Haf- stein þjóðfræðingur. Hann er að ljúka doktorsprófi vestur f Bandaríkjunum, þar sem hann Qallar um nýjasta UNESCO sátt- málan um óáþreifanlegan menningararf, tilurð hans og al- þjóðapólitíkina umhverfis hann. Þjóðir Asíu og Afríku stóðu fyrir samþykkt hans og segja má að hann sé ttí höfuðs eða hliðar við heimsminjasátt- málan, vestrænan og Evrópu- miðaðan, samkvæmt honum eru fleiri heimsminjar í Frakk- landi og á Ítalíu en í Afríku allri. Fyrirlestur Valdimars hefst kl. 20 í kvöld í húsakynnum Reykjavíkurakademíunnar og er upphafið að fyrirlestraröð mannfræðinga: Menning: menningarleg færni, menning- arlegir árekstrar. Robbie Williams er kominn með leið á að vera talinn samkynhneigður og þorir ekki að taka hlutverk homma í söngleik Ég er ekki hommi Söngvarinn Robbie Wiltíams er orðinn svo leiður á að vera talinn samkynhneigður að hann neitaði milljóna króna hlutverki í söngleik á Broadway því persónan sem hann átti að leika er samkyn- hneigð. Robbie var beðinn um að taka að sér aðal hlutverkið í The Boy From Oz en söngvarinn telur að hlutverkið ýti aðeins undir sög- urnar um samkynhneigð hans. „Robbie vill ólmur slá f gegn í Bandarfkjunum en harrn krefst þess að hans fyrsta hlutverk verði karlmannlegra." Félagi hans úr tónlistinni segir Robbie oft hafa reynt við sig.“ Við vorum búnir að dópa allt kvöldið og vorum svo sjúskaðir að við fengum ekki að koma inn á hótelið. Því ákváðum ValdimarTr.Haf- stein þjóðfrseð'- legar „Menningar- arfsvxðingin breytir I ólíkustu hlutum for- tíðarinnar i menn- I ingararf" við að fara heim ttí mín og gistum saman í rúmi. Þegar ég vaknaði um morguninn var Robbie ofan á mér að reyna að koma mér til. Hann sagði mér að hann væri í miklum vafa með kynhneigðina. Ég sagðist ekki hafa áhuga og hann fór af mér.“ Robbie segist hafa áhuga á söngleikjum en sé hræddur um að festast í hlutverki hommans. A. jJSf fe- •*r «5 Robbie Williams Fyrrum félagi söngv- arans segist hafa vaknað við að Robbie hafi legið ofan á honum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.