Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2004, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2004, Blaðsíða 29
DV Fókus ÞRIÐJUDACUR 14. SEPTEMBER 2004 29 Madonna hélt partý f tilefni 36 ára afmælis Guy Ritchie um helgina. Söngkonan vildi halda eftirminnl- legt partý og valdi bar í London fyrir gleðiskapinn. „Þetta var frábært en allt annað en maður bjóst við að Madonnu," sagði vinur hennar. „Bjórinn flaut allt kvöldið. Hún þambaði hverja krúsina á fætur ann- arri og var orðin vel full þegar hún fór." Vinur söng- | konunnar sagði aðThe Ritz hefði verið eðlilegra val fyrir söngkon- una. „En hún þekkir Ritchie og veit að svona skemmtir hann sér best." David og Victoria Beckham segja ekkert til í sögun- um um aö hjónabandið hangi á bláþræði Við erum enn þá ástfangin David og Victoria Vinir parsins sögöu að hjónabandiö væri farið I vaskinn og að þau töluðu varla saman lengur. Victoria og David Beckham segja ekkert til í þeim sögum að hjónanband þeirra hangi á bláþræði. Parið gaf skít í umfjöllunina með því að fara út að borða saman á rómantískum veitinga- stað á sunnudaginn. Staðurinn er sá sami og þau fóru á eftir að fréttimar um framhjáhald Davids með Rebeccu Loos skuku heimsbyggðina. „Þau sátu í fjóra klukkutíma og ræddu málin í rólegheit- unum,“ sagði vitoi. Hjónakomin fóm út að borða strax eftir að Beckham hafði skorað sigur markið fyrir Real Madrid. „Ég tileinka markið fjölskyldu minni. Ég leit strax á þau eftir að hafa skorað og sá hversu mikið þau fögnuðu. Það var frábær upplifun." Fótboltakappinn segist vera fjarri því að brotna niður af álagi. „Ég mun aldrei bugast. Ég tek á gagnrýninni og ætía að komast í gegnum þetta stand- andi.“ David segist ennfremur elska körfubolta og hafi hann tekið upp á því að láta tattó- vera líkama sinn til að líkjast körfuboltastjörnunum. Fór í leik- listtilað ná í stelpur Breski leikarinn Orlando Bloom segist hafa ákveðið að verða lelkari svo hann ætti auðveldara með að ná sér í stelpur. Or- lando vissl að leiklistín gerði hann eftir- sóknaverðari í augum kvenna enda hef- ur hann nú verið með leikkonunni fögru, Kate Bosworth, í tvö ár. „Ég vildi alltaf vera hetja eins og Súperman. Þegar ég fattaði hann að væri leikari ákvað ég að það væri eitthvað fyrir mig." Leikarinn segist vera afar ástfanginn af Kate. „Ég hugsa um hana allan daginn og ef ég á frl flýg ég til hennar, hvar sem hún er stödd." Fergie og Dlazeru bestu vinkonur Söngkonan I hljómsveitinni Black Eyed Peas þakkar leikkonunni Cameron Diaz fyrir að hafa smitað sig af brimbrettaáhuganum. Stelp- urnar eru bestu vinkonur en Fergie er fyrrverandi kærasta Justin Tim- berlake. „Okkar samband var ekki næstum þvf eins alvar- legt og þeirra Camer- on. Ég var 23 ára en hann bara 17. í fyrstu vildi ég ekki sjá hann þvf hann var svo ung- ur en svo lékég mér aðeins með honum. Justin hefur engin áhrif á vinskap okkar Cameron."Tim- berlake og Diaz ætla að ganga f það heilaga um jólin. Madonna kom Ritchie á óvart Unglingastjarnan Lindsay Lohan er að gera alla brjálaða með dívu stælunum. Fyrrverandi vinir leikkonunnar segja hana ill- gjarnan og ofdekraðan smákrakka sem tali illa um alla. Leikkonan unga Lindsay Lohan er að verða stærsta unglingastjarnan í bransanum en samkvæmt vinum og kunningjum fer frægðin henni afar illa. „Lindsay er ofdekruð, ill- gjörn frekja," hafði fyrrver- andi vinkona leikkonunnar um hana að segja. Lindsay er nýorðin 18 ára og er kærasta That 70’s Show leikarans Wilmer Valderrama. Þau eyða öllum sínum stund- um saman og oftar en ekki á skemmtistöðum. „Lindsay djammar hvert einasta kvöld. Þótt hún sé aðeins 18 ára drekkur hún eins og svín og bætir það ekki skap hennar." Á uppáhaldsveitingastað stjörnunnar er hún óvinsæl- asti viðskiptavinurinn. „Þjón- arnir á Koi hata hana. Hún reynir alltaf að panta sér áfengi en þau vilja ekki af- greiða hana. Eftir eitt frekjukastið voru aðrir við- skiptavinir farnir að glápa á hana. Hún snéri sér að hópi karlmanna og öskraði hvort þeir hefðu aldrei séð stór- stjörnu áður. Þegar þeir yfir- gáfu staðinn létu þeir hana fá peninga og miða þar sem henni var sagt að nota pen- ingana til að borga fyrir 1 matinn svo hún gæti not- 1 að sína eigin fyrir sálfræð- 1 ing.“ 1 Leikkonan Tara Reid B var ein besta vinkona « Lindsay en nú tala þær ekki saman. „Lindsay talaði alltaf illa um Töru þegar hún var ekki nálægt. Þegar Tara spurði hana út í það öskraði Lindsay á hana að hún væri búin að vera, úrelt stjarna." Lohan var einnig vinkona The O.C. stjömunnar Mischa Barton. „Mischa er í sjónvarpi en ég í kvikmyndum. Allir vita að ég er miklu frægari,” sagði leik- konan um vinkonu sína. Nú talast þær stöllur ekki við. Samkvæmt vin- um leikkonunnar er 5». • hún hundleiðinleg jv- við aðdáendur sína og neitar yfirleitt að skrifa eiginhandará- k / ritanir. „Ég held í rauninni að frægðin hafi ekkert breytt iBl henni. Hún hefur J 1 alltaf verið svona,” 1 M sagði vinkona / ■ hennar Lindsay Lohan Leik- konan er orðin stærsta unglingastjarnan I Hollywood eftir mynd- irnar Freaky Friday og Mean Girls. Hún lék I sinni fyrstu mynd þegar hún var aðeins 11 ára. Þá lék hún I Parent Trap Lindsay og Wilmer Parið eyðir öllum stundum saman. Wilmerer 24 ára og leikur skiptinemann I That 70's Show. Samkvæmt v/n- um parsins er Lindsay svo afbryði söm að hún eyddi öllum stelpu- nöfnum úrsímaskrá Wilmers. Stjörnuspá Guðjón Þórðarson knattspyrnuþjálfari er 49 ára í dag. „Manninum er leiðbeint og hann er minntur á það hérna. Hon- um er sannarlega vísað, í gegnum reynslu tilveru sinnar, veginn , til dýpri skilnings og dyrn- r ar standa opnar en hann . sér það ekki þessa dag- ana. Það breytist hinsveg- arþegarlíf hans tekur stakkaskiptum (jákvæðar breytingar þar sem hann fær notið sín) innan tiðar," l segir í stjörnuspá hans. Guðjón Þórðarsson %\ Mnsbemn (20. jan.~18.febr.) VY --------------------------------- Fjöldi tækifæra hafa vissulega orðið á leið þinni síðustu daga án þinn- ar vitundar. Stundum er nauðsynlegt að stlga skref til baka til að vera fær um að stíga tvö fram á við. Fiskarnir (i9.febr.-20.mars) Þú ættir að einbiína á það já- kvæða í fari þínu og virkja orkustöðvar þínar með því. Hér kemur fram að þú ert rétt að hefja einhverskonar lagfæringar sem tengjast heimili þinu. Þú átt eftir að eflast þegar Kða tekur á verkefnið. T Hrúturinn (21.mars-19.a Hjartað lætur þig vita hvert stefnir og þú ættir að efla sjálfið með því að læra af reynslu þinni. Þú ættir að Ííta í eigin barm og hugsa eingöngu um þig sjálfa/n án þess að vera stöðugt með hugann við uppskeru. Ö Nautið (20. aprll-20. mal) Fylgdu ávallt eðlisávísun þinni og ekki hika við að prófa að láta þig hverfa á vit þagnarinnar en þar með finn- ur þú án efa andlegt jafnvægi sem þú þarfnast miðað við stöðu áhrifastjörnu þinnar, Venus, gagnvart stjörnu þinni. n Tvíburarnir /27. mal-21.júnl) Ef þú átt erfitt með svefn er komið að því að taka sjálfið í gegn. Þú ætt- ir hvorki að ofreyna þig né gefast upp á miðri leið. Láttu tímann leiða þig áfram og láttu lítið á þér bera næstu daga. f ^7) Krnbb'm (22.júnl-22.júll) Q’*' Þú ættir að tileinka þér listina að þiggja án þess að fá samviskubit en þangað til að þú nærð tökum á því að taka á móti gjöfum lífsins (á einnig við um peninga) verður þú að sjá þér fyrir nauðsynjum. Ljónið (23.júlí-22. ágúst) Fólk sem kemur (heiminn undir stjörnu Ijónsins er svo sannarlega fært um að komast í snertingu við eigið orkusvið ef það gefur sér tíma til að skynja eigin vitsmuni og viðurkenna eiginleika sína. Þér er ráðlagt að hlusta betur og njóta æðasláttar lífsins. Meyjan (21 ágúst-22. septj Nýr kafli er eflaust nú þegar hafinn hjá þér. Þú ættir fyrr en siðar að skilgreina hvað það er sem þú í raun og veru þarfnast og renna stoðum undir þína jákvæðu eiginleika sem eru öflugir þegar þú notar þá rétt. Q \oq\W (23.sept.-23.okt.) Þú nærð þínu vissulega fram því í hverju markmiði er falinn innri máttur sem vinnur að því að ásetningur þinn nái takmarki sínu. Þú ert þín eigin fýrirmynd og allar hindranir sem verða á vegi þínum eru yfirstíganlegar. Þró- aðu með þér meira sjálfsálit út mánuð- inn ef þú getur. HL Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0vj / Þegar hugur þinn opnast fyrir öllum sjónarmiðum og þú hættir að dæma náungann verða draumar hans og langanir samstíga draumum og löngunum þinum. Þú getur verið þess fullviss að þetta gerist í fyllingu tlmans ef þú bætir sjálfið til batnaðar. Bogmaðurinn (22.n6v.-21.des) Þú hefur eflaust nýverið stokk- ið inn í erfiða stöðu og ert byrjað- ur/byrjuð að koma skipulagi á óreið- una. Þú átt vissulega rétt á að vera ósammála öðrum en ættir að reyna að koma skoðunum þínum frá þér með friði. yj Steingeitin (22.des.-19.janj Á J Þér er ráðlagt að hægja aðeins á þér því annars áttu á hættu að brenna of hratt út. Þegar þú byrjar að sjá líf þitt sem undur þá fyrst þekkir þú hina sönnu merkingu í orðinu jafnvægi. SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.