Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2004, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2004, Blaðsíða 31
DV Síðast en ekki sist ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 31 niður draug á Suðurnesjum „Við eigum fyrstog fremst að horfa til gjaldeyrisskapandi grunn atvinnugreina þar sem þegar er fyrir hendi mikil þekking, mann- auður og net fyrirtækja, og tækjabúnaðar á svæðinu. Hér á ég fyrst og fremst við ferðamál og sjávarútveg Að kveða Það þarf að kveða niður atvinnu- leysisdrauginn á Suðumesjum. At- vinnuleysi þar hefur fjórfaldast á tveimur ámm og er nú eitt það mesta á landinu. Sjálfsagt er að kalla stjómmálamenn til ábyrgðar og krefjast aðgerða þó hið opinbera eigi ekki að vera að vasast í atvinnu- rekstri sem betur er kominn í hönd- um einkaaðila. Það er hins vegar skylda stjórnvalda að skapa skilyrði til að atvinnurekstur fái að dafna undir merkjum einkaframtaks. Sinnuleysi stjórnarliða Þeir flokkar sem nú hafa setið allt of lengi við stjómvölinn hér á landi hafa leikið atvinnulíf á Suðurnesjum afar grátt. Það er til dæmis forkastan- legt að ríkisstjómin skuli ekki fyrir löngu hafa gripið til aðgerða til að búa í haginn og renna stoðum undir atvinnuh'f sem gæti komið í staðinn fyrir þau störf sem óhjákvæmilega myndu tapast í tengslum við brotthvarf vamarliðsins. Betur hefði farið á því að Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknarflokkur hefðu eytt einhverjum af þeim millj- örðum, sem hafa farið í utanríkis- þjónustu tmdir stjóm Halldórs Ás- grímssonar, í að hlúa að uppbygg- ingu atvinnulífs á Suðumesjum. Ut- anríkisþjónustan hefur tútnað út á undanfömum árum. Árið 1996 vom útgjöld utanríkisráðuneytisins um tveir miUjarðar. Á síðasta ári var þessi upphæð 5,5 milljarðar. Pening- um hefur verið sólundað í sendiráð, hernaðarævintýri í Kosovo og Afganistan, vafasama umsókn ís- lands að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og áfram má telja. En hvað er til ráða til að vinna bug á atvinnuleysisdraugnum? Við eig- um fyrst og fremst að horfa til gjald- eyrisskapandi grunn atvinnugreina Magnús Þór Hafsteinsson skrifar um atvinnuleysi á Suðurnesjum i þar sem þegar er fyrir hendi mikil þekking, mannauður og net fyrir- tækja og tækjabúnaðar á svæðinu. Hér á ég fyrst og fremst við ferðamál og sjávarútveg. Þar má benda á mörg sóknarfæri. Vegur, fiskveiðar og safn Góður vegur sem tengir Suðurnes við Suðurland, um sunnanverðan Reykjanesskagann yrði tvímælalaust mikil lyftistöng. Bæði fyrir ferða- þjónustu og aðra þætti atvinnulífs- ins. Suðurland og Suðumes myndu njóta góðs af þessu. Fyrir erlenda ferðamenn sem em kornnir til að skoða landið þá býður þessi leið upp á mikla möguleika. Vegurinn liggur um svæði sem býr yfir mikilli nátt- úrufegurð. Þegar komið er til Þor- lákshafriar blasir Suðurland og Vest- mannaeyjar við í allri sinni dýrð. Þama em miklir möguleikar. Flýta ber framkvæmdum við Suður- strandarveg. Ríkisstjómarflokkamir viðhalda, verja og auka enn á slæmar afleið- ingar núgildandi fiskveiðistjórnun- arkerfis. Við þurfum ekki annað en að skoða hafrúr á Suðurnesjum, til að mynda í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði og síðan hugsa nokkur ár aftur í tímann, til að átta okkur á því hvað hér hefur gerst. Sandgerði er sárasta dæmið um það hvemig kvótakerfið hefur leikið fiskihafnir og atvinnulíf Suðumesjamanna. Suður- nes eiga mikla möguleika í sjávarút- vegi með rík fiskimið í nágrenninu og alþjóðaflugvöll til útflutnings á ferskum fiski sem hæstu verð fást fyrir. Það á að afnema kvótasetningar strandveiðiflotans á ýsu, ufsa, keilu, löngu, skötusel og kolmunna. Þessar tegundir em ekki í neinni hættu, heldur örum vexti samfara miklum hlýindum í sjónum umhverfis land- ið. Afnám kvótasetningar í þessum tegundum yrði mikil vítamínsprauta fyrir atvinnulíf á Suðumesjum og víðar. Alþingi hefur samþykkt að fela ríkisstjórninni að kanna kosti og hagkvæmni þess að byggt yrði veg- legt sædýrasafh hér á landi. Þessu ber að fagna. Slík söfii em mjög vin- sæl víða erlendis. Þau hafa mikið að- dráttarafl, bæði fyrir íjölskyldur, skólafólk og ferðamenn. Ef vel væri að slíku safni staðið, yrði það heillandi. Sandgerði væri góður staður fyrir slíkt safri. Þar eru þegar stundaðar rannsóknir á sjáv- arlífverum sem lifa umhverfis fs- land. Sandgerði er falleg fiskihöfn þar sem áreiðanlega yrði mikið líf og fjör ef kvótakerfinu yrði breytt eins og lagt er til hér fyrir ofan. Þar em fiskvinnslufyrirtæki og fisk- markaður. Þetta mætti allt tengja saman og gera Sandgerði ásamt öðmm Suðurnesjahöftium að frá- bærum og einum allsherjar sýning- arglugga fyrir hið ríka lífrfki í haf- inu umhverfis ísland, íslenskan sjávarútveg og menningu tengda honum. Minna má á, að þegar finnast glæsileg söfri um sögu ís- lensks sjávarútvegs á Suðurnesj- um, til að mynda Saltfisksetrið í Grindavík Sædýrasafnið í Sandgerði yrði lyftistöng fyrir ferðamál á Suðumesj- um, auk þess sem það gæti styrkt svæðið sem miðstöð fyrir rannsókn- ir í sjávarlíffræði hér á landi. Nokkur lokaorð Suðurnes búa yfir ótal sóknar- færum, þó það beri að harma hvernig þeim hefur verið spillt með sinnuleysi og hugmyndafátækt rík- isstjórnarflokkanna. Þær hug- myndir sem ég hef nefnt hér að ofan, ættu í raun allar fyrir löngu að vera komnar á rekspöl. Lengi hefur verið ljóst að eitthvað þyrfti að gera í atvinnumálum á svæðinu. Einnig mætti nefna fleiri hugmyndir. Til að mynda, að nota flugskýli sem losna á Keflavíkurflugvelli undir alþjóð- lega viðhaldsstöð fyrir farþegavélar. Ný virkjun Hitaveitu Suðumesja er mikið fagnaðarefni og vonandi ræt- ast óskir um stálpípuverksmiðju. En skilvirkast tel ég eins og staðan er nú, að leggja áherslu á gmnn- stoðirnar sem við höfum þó í dag. Þær em innan ferðamála og sjávar- útvegs. • Kaup Simans í Skjáeinum hafa vakið nokkra undrun enda fjárfest- ingin talin vera vafasöm og raunar liður í valdabaráttu á fjölmiðla- markaði. Þær kenningar em uppi að höfundar plottsins séu þeir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri þró- unarsviðs Símans og fyrrverandi aðstoð- armaður forsætis- ráðherra, og Gunn- ar Jóhann Birgisson lögmaður sem er í nánum tengslum við ÓlaBjömKára- son, aðaleiganda Viðskiptablaðsins, sem setti gamla DV á sínum tíma í þrot.... • Kaup Skjáseins á enska boltan- um voru á góðri leið með að verða að engu þegar sýnt þóttiað Magnús Ragnarsson sjón- varpsstjóri og félag- ar hans gætu ekki staðið við greiðslur. Um tíma var ein- ungis talið tíma- spursmál hvenær Norðurljós myndu skrifa undir endurnýjaðan samning og fengju þannig boltann aftúr.... • Sögusagnir em uppi um inngrip Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar formanns útvarps- ráðs í málið. Hann er sagður hafa leitað logandi ljósi að styrktaraðilum; þeirra á meðal inn- an tryggingafélag- anna sem skildu ekki af hverju þau ættu að fjárfesta í fótboltanum. Ekki hafði það áhrif að þeim væri gerð grein fyrir að það væri Davíð Oddssyni þóloianlegt að þeir styrktu sjónvarpsstöðina og töldu menn að Davíð væri valda- laus í dag... • Eftir að veildndi Davíðs Oddssonar forsætisráðherra komu upp hefur deyfð ríkt í stjóm- málaumræðunni. Undir niðri ólgar þó og bullar og þá sér- staklega innan Sjálf- stæðisflokksins þar sem menn þrá það heitast að henda Framsókn út úr ríkisstjóminni. Fyrstu merki þess sem koma skal mátti merigaþegar Einar Oddur Kristjánsson , varaformaður fjár- laganefndar, lýsti því að öryrkjar ætti enga kröfu á 500 milljón- unum sem Jón Krist- jánsson hafðilofað. Þar með blóðsnýtti Einar Oddur ráð- herranum.... • Þótt HalldórÁsgrfmsson taki við lyklunum af forsætisráðuneytinu á miðvikudaginn er óvíst hve lengi sú upphefð hans varir. Haiidór hefur tak- markað bakland í eigin flokki enda er í þingflokknum hver höndin uppi á móti annarri og meirihlutinn rambar í hverju málinu af öðm. Ástæða þess að ekki kom til stjómar- slita þegar Halldór bugaðist í fjölmiðla- málinu er sú ein að DavíðOddsson vildi standa við það loforð sitt að láta Halldóri eftir forsætisráðuneytið... • Stór hluti Sjálfstæðisflokksins vill ganga til stjómarsamstarfs með Sam- fylkingunni en þar hefur þó staðið í veg- inumað össur Skarphéðinsson for- maður hefur ekki talið mögulegt að vinna með Davíð Oddssyni. Eftir veikindin er þó komin upp ný staða og þykir Davíð vera með allt öðrum brag en þegar hann var sem verstur í vor. Því er ekki óhugsandi að þegar Framsókn bilar næst verði tekið upp samstarf milli stóm flokkanna tveggja. Þessi mögu- leiki hefur verið ræddur á meðal áhrifamanna beggja flokkanna... Reyklngamönnum úthýst í NÍ Reykingamönnum sem stunda nám við Háskóla íslands brá heldur betur í brún þegar snúið var tilbaka eftir sumarfrí nú í byrjun septem- ber. Búið er að reka reykingarmenn sem stunda nám sitt í Odda frá húsveggnum og langt út á götu í rokið og rigninguna. Umsjónar- maður byggingarinnar leggur mik- ið kapp á að koma reykingarmönn- unum frá húsinu og er sífellt á vakt- inni. „Starfsmannastefna Háskól- ans er einföld. Starfsmönnum skal tryggð reyklaust og vímuefnalaust umhverfi," segir Jón Bóasson um- sjónarmaður Odda og bætir við: „eina loftræsting herbergja i Odda er í gegnum glugga.“ Hann segir starfsmenn háskólans hafa fengið sig fullsadda á því að vinnuaðstaða þeirra séu reykfull herbergi og því hafi verið gripið til þessa ráðs. „Reyndar er málið dýpra vegna Langt (burtu Nú þurfa reykingarmenn í Odda að fara langt út á götu til þess að reykja. þess að væntanlega er óheimilt að reykja á háskólalóðinni. Við höfum hinsvegar ekki fylgt því eftir heldur aðeins bannað reykingar upp við húsvegginn. Þetta er ekki vilji minn heldur ákvörðun stjórnar háskól- ans,“ segir Jón frekar léttur á því. Reykingamenn í Odda þurfa því að dúsa kaldir í rokinu og geta ekki lengur treyst á traustan húsvegg háskólans. * Otrúlegt áskriftartilboð! TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT - OG ÞÚ FÆRÐ GJÖF... ...DV býður í takmarkaðan tlma ótrúlegt áskriftartilboð. Ef þú gerist áskrifandi núna og greiðir með VISA eða Eurocard boðgreiðslum eða beingreiðslum næstu 12 mánuðina færðu veglega gjöf frá DV. / GJAFABRÉF í ^o.ooo fcr. "Wtortrsuctoasr >00 kr. inneign hjá BÍLKÓ á dekk- og umfelgun Bílkó sækir og sendir bflinn þinn! Verömæti gjafar: 20.000 Kf. Hringdu í sfma 550 5000 Skráning fer einnig fram á skrifstofu DV í Skaftahlíð 24, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.