Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2004, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 3 Háskoli ryþmískrar tónlistar „Mig rámar í þetta," segir Vernharður Linnet, jazzsérfræðingur þegar hann er spurður um gömlu myndina sem tekin er á eins árs afrnæli Rásar 2 árið 1984. „Þetta var gríðarlega spennandi tími. Við vorum þarna í góðum hópi að byggja upp Rás 2 undir forstöðu Þorgeirs Ástvaldssonar. Rásin var svo fjöl- breytt í tónlist- arvali á þessum tíma og ég sakna þess mjög hvað hún er orðin einsleit tónlistarlega nú. Þarna var aUskyns tónlist spiluð í bland, rokk, djass, og popp. Ég var með al- menna jazzþætti og svo var ég með jazzspjall á kvöldin þar sem ég tók viðtöl við jazztónlistarmenn. Ég tók viðtöl við marga af upphafsmönnum jazzins á íslandi, þetta eru upp- tökur sem ennþá eru til og hafa gríðarlegt heimildargildi fyrir Gamla myndin jazzinn á íslandi," segir Vernharður. Að sögn Vernharðar var mikið og gott mannval á Rás 2 á þessum árum. Mikið af sérhæfðufólki með ýmsa þætti: „Það lagðist af síðar vegna peningaleysis og þá var mest um fastráðið fólk. Þorgeir var að mörgu leiti alveg fr ábær stjórnandi. Hann hafði mikinn metnað fyrir hönd stöðvarinn- ar. Þessi útvarpsstöð var á sýnum tíma háskóli rythmískrar tónlistar á íslandi. Nú er ég ástamt Hreini Valdimarssyni að leggja lokahönd á óhemju merkilega þætti um íslenska jazzsögu. Við erum búnir að vera vinna í þessu verkefni síðastliðin 10 ár og erum búnir að leggja gríðarlega vinnu í að koma þeim upptökum sem við höfum komist yfir á útvarpshæft form. Elsta upptakan sem fundist hefur er frá árinu 1943. Afraksturinn verður svo í út- varpinu nú í október." Spurning dagsins Muntu sakna Davíðs sem forsætisráðherra? Davíð er langbestur „Ég mun sakna Davíðs alveg stór- kostlega. Davíð hefurstaðið sig vel og það er enginn vafi að hann er langbesti leiðtogi sem við höfum haft." Kristófer Helgason veitinga- maður „Já, ég mun sakna hans. Davíð hefur staðið sig veiístarfí." Kristján Krist- jánsson, forstjóri Mountain Taxi „Já, ég held verði að taka undir það. Það verður skrýtið að sjá á bak Davíð enda hefur hann verið for- sætisráðherra svo lengi sem ég man eftir mér." Ragna Sif Þórarinsdóttir, nemi í Verzlunarskóla íslands „Nei, ekkert sér- staklega. Mér er alveg sama þótthann sé aðhætta." Orri Rúnars- son, nemi í Verzlunar- skóla íslands „Já. Davíð er besti forsætisráð- herra í sögu landsins. Ég er sannfærður um að hann mun standa sig vel í utan- ríkisráðuneyt- iriú." Ottó B. Arnar Davíð Oddsson forsætisráðherra afhendir Halldóri Ásgrímssyni lyklavöldin í forsætisráðuneytinu á morgun. Davíð Oddsson hefur gegnt embætti forsætisráðherra manna lengst eða frá árinu 1991. Snerting Mídasar MANNKYNIÐ SKIPT- IST í TVENNT; ÞÁSEMTRÚA EN HUGSA EKK3 OG ÞÁ SEM HUGSA ENTRÚAEKKL - ABU AL MAARRI, SÝR- LENSKT SKÁLD Á 11. ÖLD Samkvæmt grfskum goð- sögnum var bóndadurgur, Gordos að nafni, eitt sinn á ferð með kerru sína þar sem nú heitir Anatóh'a á suð- vestanverðu Tyrk- landi. Hann kom í þorp eitt en þar biðu íbúar spenntir eftir að véfrétt ein rættist. Gordos batt kerru sfna við vé- fréttahofið á aðaltorginu, settist að og varð kóngur yfir landinu Frýgíu en lét vaxandi þorpið heita Gordí- mn. Altalað var um víðan völl að sá sem gæti leyst hnútinn Gordosar við hofið yrði höfðingi allrar Asíu. Gord- os batt þennan hnút svona 800 árum fyrir okkar tímatal og í um 500 ár bólaði ekki á drottnara Asíu. Þá átti þar leið um Alexander Fihppus- son frá Makedóníu og hjó með sverði sínu á hnútinn áður en hann lagði undir sig heiminn. Síðan hafa menn mátt eiga við Gordíons-hnúta sína með mismiklum árangri. Afkomendur Gordosar voru miklir kóngar í Frýgíu en frægastur þeirra var Mídas sá sem sá aumur á Sílenosi satýr. Díonýsos var eitt sinn á yfirreið um Indland með hirð sinni en týndi þá satýr sínum, Sílenosi. Frýgískir bændur björguðu honum kóf- drukknum heim í höll Mídasar. Kóngur tók satýrnum vel og fyrir það var Díonýsos svo þakk- látur að hann bauð Mídasi að óska sér einhvers. Kóngur vildi þá að allt sem hann snerti yrði að guhi og varð að ósk sinni. Hann óð um höllina og staðinn og breytti öhu sem hann snerti í guh. En þegar að kvöldmatnum kom runnu tvær grímur á kónginn; aht sem hann setti inn fyrir sínar varir varð að grjóthörðu guhi. Hann var að hung- urdauða kominn þegar hann bað Díonýsos að fjarlægja þessa sína beisku ósk hið fyrsta. Vínguðinn sagði kóngi að stinga sér í ána Pact- olus hið snarasta. Mídas gerði það en síðan er gnægð guhsands í ánni. Náttúruverndarsinninn (n hundaeigandinn Hildur Helga Sigurðardóttir fjölmiðlakona og hundaeigandi og Ólafur Páll Sigurðarson kvik- myndagerðarmaður og liðsmaður Náttúruvaktar- innar eru systkin. Hitdur Helga stjórnar þessar vik- urnar umræðuþættinum I vikulokin hjá RÚV afmik- illi röggsemi og Ólafur Páll er tiður gestur við Kára- hnjúka þar sem Náttúruvaktin mótmælir virkjana- framkvæmdum oft og iðuiega. Þau eru börn Ólafar Pálsdóttur myndhöggvara og Sigurðar Bjarnasonar frá Vigur, fyrrum ritstjóra og alþingismanns. Þrenn Grímu-verðlaun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.