Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2004, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2004, Blaðsíða 32
 JT* Y Otj íl^>J £ Við tökum 71 fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðasl 7.000 krónur. Fullrar I nafnleyndar er gætt. ^ . a \ r \ /• \ •— zjzjUzjUUU SKAFTAHLÍÐ 24, 105 REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMISS05000 i * -K • Halldór Asgríms- son, verðandi for- sætisráðherra, þarf ekki aðstoð al- mannatengla til að stimpla sig inn í nýtt embætti. Jón Ársæll Þórðarson sjónvarpsmaður hefur fylgt Hall- dóri eins og skugginn að undan- förnu og bæði elt hann upp í Borgarnes og til útlanda. í fram- haldinu verður svo dregin upp mynd af Hall- dóri í Sjálfstæðu fólki Jóns Ársæls áStöð 2. Efað líkum lætur verður þar frábær kynning á nýj- um forsætisráðherra. Ef einhver nær HaUdóri Ásgrímssyni á flug þá er það Jón Ársæll. Enda eru þeir báðir Austflrðingar... Til hamingju! Hallur í Háskólann Fékk 9,0 é prófunum „Ég tók upp þráðinn þar sem frá var horfið þegar ég fór á Moggann fyrir margt löngu," segir Hallur Hallsson, fréttamaður og kynning- arfulltrúi, sem sestur er á skólabekk í Háskóla íslands. Hallur hafði á árum áður lagt stund á ensku við Háskólann og dreif loks í því að ljúka því námi í vor. Nú er hann kominn í sagnfræði og meðal skóla- félaga hans er Pétur Kr. Hafstein hæstaréttardómari. Þeir þekkjast frá fyrri tíð því Hallur var einmitt kynningarstjóri Péturs þegar sá síð- arnefndi bauð sig fram til embættis forseta íslands á sínum tíma. Hallur segir sér sækjast námið vel. Það sem honum hafi áður þótt strembið leiki nú í höndum hans: „Ég ætía ekki að leggja mat á í hvernig ástandi minnið er eða ann- ar hæfileiki til að læra. En ég varð eiginlega feimin þegar ég fékk einkunnirnar mína í enskunni," segir Hallur sem vill sem mirinst gera úr námsár- angri sínum. „En ég fékk níu," segir hann. Sagnfræðinni ætlar Hallur að ljúka með tíð og tíma. Önnur verk- efni kalla á starfskrafta hans samhliða náminu og tengjast faginu. Hallur hefur þegar skrifað sögu Olíuversl- unar íslands og nú vinnur hann að ritun sögu álversins í Straumsvík: „Allt er þetta sagnfræði og mik- ilsverður hluti af sögu þjóðarinnar; annars vegar saga olíunnar og hins Hallur og Háskólinn Pnr spm á vel saman vegar stóriðjunnar. Ég hef því starf- að sem sagnfræðingur og á örugg- lega eftir að gera meira af því." Hallur ætíar ekki að taka náms- lán. Hann sér fyrir sér á Sjálfum sér líkur og mörgum vígstöðvum. annan hátt. á fullu á Davíð eignast tengdadóttur „Við erum búin að vera vinir í mörg ár. Tíminn verð- ur svo að leiða í ljós hvað verður," segir Ragnheiður Clausen sjónvarpskona en hún og Þor- steinn Dav- íðs- son, sonur sætísráð- herra, hafa ruglað saman Ragnheiður Clausen Stfgur fram sem unnusta sonar forsætisráðherra. for reitum. Þorsteinn og Ragnheiður Clausen hafa sést hönd í hönd á Þing- völlum: „Það er fallegt í þjóð- garðinum en það er af og frá að við höfum gist í bú- ______ stað forsætis- ráðherra," segir Ragn- heiður sem aldrei hefur Þorsteinn Davíðsson / tygjum við landsþekkta þokkagyðju. gengið í hjónaband, er barnlaus og 36 ára. Það sama má segja um Þor- stein sem er þremur árum yngri en Ragnheiður og hefur starfað sem að- stoðarmaður Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra undanfarin misseri. Þorgrímur hættur í tóbakinu Þorgrím- ur Þráinsson rithöfundur hefur látið af störfum sem fram- kvæmda- stjóri Tó- baksvarnar- ráðs. Við hef- ur tekið Jak- obína H. Árnadóttir og nýr titill starfs ins er verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsustöð. „Starfið leggst vel í mig en ég hef aðeins verið hér í viku," segir Jakobína sem hefur nýlokið mastersprófi í heilsusálfræði í Bretíandi. Fjölmargir sóttu um starfið, þar á meðal reyndir fjölmiðla- og bindindismenn. Alls voru umsækjendur rúmlega hundrað talsins. „Ég hef aldrei reykt sjálf ef frá er talinn einn smókur sem ég tók norður á Akureyri fimmtán ára göm- ul,“ segir Jakobína. „Það var ógeðslegt." Þorgrímur 'Þráinsson hætti um síðustu mánaðamót eftir áratugastarf í baráttunni gegn tóbak- inu. Honum varð vel ágengt í staríi eins og best sést á sígarettupökkum sem nú eru allir merktir með lífláts- hótunum. Að sögn samstarfsfélaga á Lýðheilsustöð ætíar Þorgrímur nú að snúa sé alfarið að skriftum. Jakobína Ámadóttir, arftaki hans, er 27 ára og í sambúð með Heiðari Erni Sigurfinns- syni stjómmálafræðingi. aðamót. VENDU ÞIG VIÐ GÆÐI - VENDU ÞIG VIÐ EIRVÍK Tilboðsverð kr. 89.900 Listaverð kr. 128.428 Miele fer betur með þvottinn Nýja Miele tromlan er með vaxkökumynstri sem þvær, skolar og vindur betur en áður hefur þekkst. Þvotturinn verður hreinni og endist lengur. Loksins getum við boðið Miele 405 þvottavélina með íslensku stjórnborði, einstöku ullarprógrammi og 1200 snúninga vindingu á frábæru tilboðsverði. Verið velkomin í Eirvík og kynnið ykkur Miele þvottavélar í einni glæsilegustu heimilistækjaverslun landsins. LJÓSQJAFINN Glerárgötu 34, Akureyri, býður nú einnig Miele 405 þvottavélina á þessu einstaka tilboðsverði. Tilboðift gildir á meðan birgðir endast. EIRVÍK - hágæöa heimilistæki Suðurlandsbraut 20- 108 Reykjavík Sími 588 0200 - www.eirvik.is IVflmele Ending Öryggi Einfaldleiki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.