Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2004, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 Fréttir DV Rænulaus og blóðugur Aðfaranótt sunnudagsins var óskað eftir lögreglu og sjúkrabifreið fyrir utan vín- veitingahús á Isafirði. Til- kynnt var um meðvitundar- lausan mann sem væri blóðugur. Sjúkrabifreið og lögregla fóru á vettvang. Ekki reyndust áverkar vera alvarlegir á manni þeim er hér um ræðir. Hann mun hafa deilt við félaga sinn og þrætum og pústrum lyktað með því að annar iá eftir. Engin eftirmál munu verða af þessum deilum félag- anna. Sofnuðu út frá kjötsúpu Á sunnudagsmorgun fór reykskynjari í gang í íbúð við Hringbraut. I ljós kom að í íbúðinni voru tveir menn sem höfðu sett kjöt í pott og kveikt undir. Þeir höfðu síðan sofriað. Ekki urðu teljandi skemmdir. Á laugardags- morgun var tíikynnt að kveikt hefði verið í rusli fyrir utan verslun við Drafnarfell í Breiðholtí. Varð af nokkur eldur og barst reykur inn í verslun- ina. Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins var fengið til að reykræsta. 500 milljónir til öryrkja Birgir Ármannsson, þ'mgmabur Sjdlfstæöisflokksins „Samkomulagið sem rikis- stjómin gerði við samtök ör- yrkja á siðasta ári gekk út á að milljarður færi í að bæta kjör þeirra sem verða öryrkjarung- ir. I því fólst mikil kjarabót fyrir þennan hóp. Það var ekki samkomulag um þá upphæð sem öryrkjar töldu að vantaði til að ná fram kröfum sínum og ég tel að þaö sé ekki svig- rúm tilþess á fjárlögum nú.“ Hann segir / Hún segir „Að sjálfsögðu eiga þeir að fá hann. Þetta er loforð sem gef- ið er fyrir kosningar sem ör- yrkjar treystu aö yrði staðið við og margir kusu rikisstjórn- ina gagngert út á samkomu- lagiö, sem svo ekki er staðið viö. Framfærslueyrir öryrkja er til skammar og því er löngu tímabært að bæta þar úr. Að svíkja það er náttúrulega ekkertannað en hneisa." Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir þingkona Samfylkingar- innar Albert Þór Benediktsson er á flótta undan Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar. Albert strauk af fósturheimili fyrir viku og felur sig á heimili vina sinna. Hann óttast að verða handsamaður ef hann nálgast móður sína, sem hann hefur þráð að búa hjá frá því hann var tekinn af henni fyrir 11 árum. Lögreglan og Félagsmála- stofnun Hafnarfjarðar gerðu húsleit hjá vinum og ættingjum um helgina. Slrokudrenpiir vill dauöann frekar en fostnrforeldrnna „Ég hata fósturforeldra mína og vil frekar deyja heldur en fara aftur til þeirra," segir Albert Þór Benediktsson, 14 ára drengur sem flúði af heimili fósturforeldra sinna í Mosfellsbæ í síðustu viku. Albert Þór var komið fyrir hjá fósturforeldrunum tæplega þriggja ára gömlum. Hann flúði fyrst þegar hann var sjö ára og hafði vit til að leita uppi blóðmóður sína sem hann annars fær ekki að hitta nema þrisvar á ári, undir eftirliti. Albert Þór Benediktsson hefur flúið við hvert mögulegt tækifæri, alls telur hann flóttatilraunirnar vera orðnar tólf. Albert fullyrðir að hann hafl verið beittur líkamlegu ofbeldi af fóstur- foreldrum sínum. Þau beiti hann nú andlegu ofbeldi með því að með- höndla hann eins og fanga í ein- angrun. Alla tíð hefur Albert þráð að búa hjá blóðmóður sinni. Elsti bróðir Alberts er nú orðinn lögráða og er löngu fluttur aftur frá sínum fóstur- foreldrum til móður þeirra Alberts. Keyptur með gjöfum Álbert Þór segist alltaf hafa búið við ástleysi fósturforeldra sem hafi aldrei sýnt honum neina hlýju, allt frá því þau tóku hann að sér tæplega þriggja ára gamlan. Hann telur þau lrta á hann sem hverja aðra búbót, því með honum greiði hið opinbera umtalsverðar fjárhæðir. Albert segist hafa verið á ofvirkn- islyfjum frá því að hann man eftir sér án þess að hafa nokkurn tíma verið greindur ofvirkur. Hann segir fósturforeldra sína kaupa sig með gjöfum í hvert skiptí sem hann nefni að hann vilji komast heim til mömmu. Vill vera hjá mömmu „Ég er eins og hvert annað dekur- barn, herbergið mitt er hlaðið alls konar drasli; sjónvarpi, steríógræj- um og svoleiðis, sem þau hafa keypt þegar ég hef verið til vandræða, þau reyna alltaf að kaupa mig en ég vil bara komast heim tíl mömmu minnar," segir Albert sem telur fóst- urforeldra sína með áætlanir um að reyna að ættleiða hann án hans vilja; „Ég æfi íshokkí og fósturfaðir minn hefur verið að reyna að fá treyjuna merkta „Gíslason" sem er hans nafn, auk þess hafa þau reynt að framlengja forræðið yfir mér til 18 ára aldurs," segir Albert Þór klökkur, vill komast til mömmu sinnar sem hann hefur þráð í 11 ár og segist elska út af lífinu. Rotaði fósturpabba sinn „Ég þoli þau ekki og mun aldrei fara til þeirra aftur. Þau beita mig and- legu ofbeldi. Ég fæ ekki að umgangast félaga mína eins og aðrir unglingar. Þau heim- ila mér útivistartíma sem heftir mig félagslega. Ég get ekki með . , . é& ■••'■Sw' neinu moti stundað það fé- lagslíf sem krakkar á mínum aldri gera. Fósturpabbi minn reyndi að ná mér heim í sumar klukkan mu að kvöldi og ég tók hann og rotaði hann í einu höggi. Ég hringdi svo á sjúkrabíl sem sótti karlinn. Hann kom svo heim af spítal- anum daginn eftir og vildi að við myndum bara gleyma þessu," segir Al- bert Þór sem hefur áður geng- ið í skrokk fóst- urforeldra sinna og hótar hefndum fái hann ekki að vera hjá móður sinni héðan í frá. Nauðgun og andlegt of- beldi Móðir Alberts, Hanna Andrea Guðmundsdótt- ir, misstí for- ræðið yfir þremur sonum S-----, Stuðlar Albert neitar að fara á Stuöla þangaö sem hann segir fósturforeldra i sina hafa ætlaö aö senda hann. Albert Þór Benediktsson Er búinn að fá nóg affósturfor- eldrum slnum. Vill frekar fela sig á flótta en búa hjá þeim. sínum árið 1993 eftír að hafa átt í andlegum hremmingum eftir margra ára barsmíð- ar, kynferðislegt- og andlegt ofbeldi eiginmanns síns. Hanna lenti á geðsjúkrahúsi, áttí við tímabund- in geðræn vanda- mál að stríða eftir sambúðina með eiginmanninum sem beitti hana og börnin ofbeldi af versta tagi. Eftir að hún skildi við eigin- manninn hefur hún ítrekað reynt að fá mál sitt tekið upp að nýju, í þeim tilgangi að end- urheimta syni sína. VIII börnin heim Hanna telur Barnaverndamefnd Ilafnarfjarðar hafa beitt sig miklu óréttlætí í þessu máli og segist löngu vera búin að sýna hæfni sína sem móður. Hún hefur meðal annars undir höndum skýrslu frá geðlækni á vegum Landlæknis þar i sem hún er úr- skurðuð heil á * geðsmunum og hæfa til þess að hafa börn sín hjá sér. Elsti sonur Hönnu fluttíst til hennar þegar hann var 14 ára eftir að fósturforeldrar hans skildu. Auk þess á Hanna nú fjögurra ára stúlku sem býr hjá henni, syni hennar og sambýlismanni. Hanna hefur í gegnum tíðina leit- að allra ráða til að reyna að ná böm- unum aftur; safnað undirskriftum, fengið skýrslur frá sérfræðingum auk þess að hafa farið í hungurverk- fall. Alltaf hefur henni verið neitað um endurupptekt á málinu. Danska stjúpmamman elskar Albert Gurli Geirsson stjúpmóðir Alberts vildi helst ekki tjá sig um málið, sagði lögregluna leita drengs- ins sem ætti að vera í vistun á Stuðlum: „Hann er veikur og hefúr ekki fengið lyfin sín í heila viku, hann er ofvirkur með athyglisbrest og þarf að fá lyfin sín strax," segir hin danska stjúpmóðir Alberts. Gurli segist elska Albert þrátt fyrir stöðugan vandræðagang og ofbeldi. Hún vildi ekki tjá sig um ásakanir Alberts um ástleysi, rassskellingar og andlega kúgun. freyr@dv.is Forsætisráðherrabókin á að kosta átta milljónir Davíð afþakkaði ritlaunin einn höfunda Davíð Oddsson for- sætisráðherra afþakkaði rit- laun fyrir kafla sem hann skrifaði um Davíð Oddsson Forsætis- ráðherra númer 24 afþakk- aði ritlaun fyrirkafla um forsætisráöherra númer 1, Hannes Hafstein. Hannes Hafstein í bókina Forsætis- ráðherrar íslands. „Það var gert ráð fýrir að það færu átta milljónir í þetta verk og það mun væntanlega standast," segir Júlíus Hafstein, framkvæmda- stjóri Heimastjórnarafmælisins, um allan kostnað rfkisins vegna útgáfu bókarinnar Forsætisráð- herrar íslands. í Forsætisráðherrar íslands er einn kafli um hvern og einn þeirra 24 manna sem setið hafa á stóli forsætisráðherra á íslandi. Einn höfundur ritar um hvern ráð- herra. „Ritlaunin er frá 100 til 150 þús- und eftir umfangi nema að Davíð Oddsson óskaði að þiggja ekki laun," segir Júlíus. Að því er hann segir voru höfundarnir mislengi að rita sína kafla. „Sumir voru í fjóra mánuði og sumir voru í þrettán ár," segir hann. Að sögn Júlíusar er það bóka- útgáfan Hólar sem annast dreifingu nýju bókarinnar um forsætisráð- herrana. Bókin kemur út í dag. Atök víða í borginni Aðfaranótt sunnudags varð maður fyrir líkamsárás í Austur- strætí. Var maðurinn fluttur á slysadeild í sjúkrabifreið en meðal annars höfðu ffamtennur losnað. Skömmu síðar var tilkynnt að ráð- ist hefði verið á tvo menn á Kalkofnsvegi við Seðlabankann. Var talið að annar væri nefbrotinn en hinn hefði fengið mikið högg á hnakkann. Voru þeir fluttir í lög- reglubifreið á slysadeild. Þá kom til átaka milli manna á veitinga- stað við Klapparstíg. Slasaðist annar nokkuð í andlití og var flutt- ur á slysadeild í lögreglubifreið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.