Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Page 34
í 4 mánuði, 1890, íjórðu ferð Bryces, og næsta ár um
Noreg og Svíþjóð. Eftir þingkosningar 1892 skipaði
Gladstone Bryce»Chancellorof the DuchyofLancaster«,
svo að hann gæti geflð sig allan við að semja frum-
varp um heimastjórn írlands (Home Rule), pví að pessu
ráðherraembætti fylgja engin störf, en pó laun. Stóð
nú baráttan um írland sem hæst, 1893, og pó gekk
Bryce Pyrenea-fjöll pað ár, og um Norður-Spán og
eyjarnar Mallorca og Minorca. Gladstone sagði af sér
1894; Lord Rosebery tók við af honum og skipaði
Bryce atvinnu- og vetzlunarmálaráðherra (President
of the Board of Trade). Hann var formaður nefndar,
sem rannsakaði háskólakennslu, 1894—95, ogerskýrsla
hans mikil bók. Rosebery-stjórnin féll við kosningar
1895, og fór Bryce pá til Suður-Afriku. Hann ferðað-
ist ura öll héruð par og hafði naut fyrir vagni sínuro,
líkt og Búar, talaði við Krúger, forseta í Transvaal.
England hefði komizt hjá ófriði við Búa, ef hann,
en ekki Chamberlain, hefði stýrt utanríkismalum
pess, aldamótin 1900. Bryce ferðaðist um Norður-
Afríku, Túnis, Algier og Sahara, 1896, en á hjólhesti
um Normandíu og Vestur-Frakkland, 1897. Sumarið
og haustið 1897 fór hann flmmtu ferð sína um Banda-
ríkin og Canada. Nú hafði hann nægan tíma, meðan
ihaldsstjórnin sat, og kom bók um Suður-Afríku út
eftir hann 1897, en 1898 ferðaðist hann um Mið-
Pýzkaland. Haustið 1898 tók hann sér bólfestu i sveit,
á hallargarði, Hindleap, i Sussex, nálægt Ermarsundi.
Tvö næstu árin gengur hann Alpafjöll og rannsakar
rómverskar rústir á Suður-Frakklandi. Hann and-
mælti sanrningum Chamberlains við Búa svo sterk-
lega, að honum var naumlega væit í Lundúnum.
Sat hann kyrr uppi í sveit, til pess að verða ekki
glugga-grýttur eins og W. T. Stead. Hann ferðaðist,
1901, um Bandaríkin, í sjötta sinn, Mexico, Cuba og
Jamaica, en 1902 unr Orkneyjar, Hjaltland, Katanes
og Suður-eyjar. Hann var fyrir hönd Englands á
(30)