Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Qupperneq 38
sams konar fund hjá Englendingum. Hann stýröi
veizlu þeirri, er mér var haldin 5. júli 1917 af 48
Englendingum, »í þakkarskyni fyrir starf mitt fyrir
norrænar bókmenntir á Englandi«, og sýndi mér
þann sóma að halda ræðu um starf mitt; hafði þá
nýlega ritað formála fyrir Dana- og Svia-sðgu minni,
og hvatti mig til að rita Islands-sögu á ensku —
sem vonandi kemur út fyrir 1930. H. A, S. Fisher,
kennslumálaráðherra, hefir Iokið við æfisögu Bryce,
mikla bók, sem verið er að prenta. Bryce, sem hlaðið
var á öllum þeim heiðri, sem heimurinn átti til,
þótti vænt um að verða heiðurslélagi bókmennta-
félagsins.
Árið eftir að Bryce dó, kom vinur hans, Japam',
að samhryggjast ekkjunni, brenndi ilmjurtir fyrír
framan líkneski af honum og hneigði sig djúpt,
er reykinn lagði upp. Bryce sagði Roosevelt Njalu
og Eglu — sem hann lærði málið á — og Roosevelt
þótti svo mikið gaman að þeim, að hann var allt af
að skella hægri hendinni á hnén á Brvce. Bryce
keypti sér hest, á latínu, í Reykjavík, en Þinsvalla-
presturinn klifaði allt af á: Temfus havemus oftimum,
já, já (að réttu: tempus habemus optimum, við höf-
um ágætis-veður). Bryce hafði þaullesið bækur Kon-
ráðs Maurers og þekkti hann vel. Honum þykja hinir
meinlausu ísiendingar nitjándu aldar stinga i stúf
við hetjurnar, sem herjuðu á Englandi, við Egil og
Haldór Snorrason, en hann sér samhengið í íslenzk-
um bókmenntum frá fornöld fram á þenna dag og
segir, að ágæti þeirra hafi ekki að eins bjargað mál-
inu, lieldur líka liQ þjóðarinnar.
Jón Stefánsson.
(34)