Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Qupperneq 44
við Bryce. Hann var vínelskur á seinni árum og
sagði um kunningja: Hann var einnar-maki, eða
tveggja-maki p. e. hann var pað karlmenni, að hann
poldi eina, tvær flöskur. Pitt eldri var priggja-maki,
drakk 3 flöskur, pegar hann hélt pingræðu, og bætti
Indlandi og Canada við Bretaveldi. Um mann einn
sagði hann: Hann er ónýtur að ganga og drekka;
eg get ekki brúkað hann til neins. í húsi sínu í
Gower Street vildi hann að eins hafa kertaljós; var
einkennilegt að sjá birtu frá eldstónni bregða yflr
hrúgu af bókum og pappírum, á borðinu, á stólun-
um, á gólflnu. Hann kvaddi vini sína í háskólanum
3 mánuðum áður hann dó, pegar peir afhentu há-
skólanum andlitsmynd af honum, og sagði meðal
annars: »Gerið pað, sem ykkur pykir vænt um, en
verið vissir um, að ykkur pyki vœnt um pað. Sýnið
drengskap. Haldið ykkur við Norðurlönd og látið
pau ekki verða út undan«. Á kvöldin, undir og eftir
miðnætti, yfir víni og tóbaki, piðnaði allur klaki í
honum. Hann tók sér pá í munn orð Spinoza: Hi-
laritas excessum habere nequit sed semper bona
est (kátína getur aldrei orðið of mikil og er ætíð til
góðs). Hann hafði gaman af að rifja upp ævintýri á
gönguför okkar um Skotland. Hann skrifaðist á við
börn og smala á íslandi og tók stundum börn með
sér í dýragarðinn í Lundúnum að gamni sínu. Hann
var í mörgum háskólanefndum, og pegar honum
leiddist pófið, porðu fáir að gista undir öxi hans.
Hann hélt fyrirlestur um Walter Scott við Parísar-
háskólann og um Jacob Grimm á Pýzkalandi. Hann
varð bráðkvaddur á fjallgöngu fyrir ofan bæinn
Macuguaga á Ítalíu, 17. júlí 1923, og er gröf hans
par, 3000 feta hátt, á Monte Rosa, »á fegursta stað á
Alpafjöllunum«, sem hann kallaði. Hann kvongaðist
aldrei á ævinni, sagðist ekki hafa tíma til pess.
Einu sinni kom W. P. seint um kvöld á prest-
setur, í hellirigningu, allur blautur og forugur.
(40)