Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Qupperneq 45
Prestur kom til dyra og leizt ekld á gestinn. Allt í
einu heyrir hann sagt með dimmuru róm: »Svört
eru sólskin hér og veðr öll válynd«. Presti brá við,
eins og Sæmundur fróði væri risinn upp úr gröf
sinni, og bauð gestinum inn með virktum, endakom
hann par ekki að tómum kofunum.
Uin W. P. Ker má segja, eins og sagt var um
Sturlu Pórðarson, sem Ker pótti vænst um aföllum:
Hann vissum vér alvitrastan ok hófsamastan.
Eftirmaður hans, R. W, Chambers, sagði í inn-
gangsfyrirlestri sínum, að ef maður sæist vera að
klifra upp Matterhorn í Alpafjöllum og væri að tala
á Heimskringlumáli, um hvað Dante ætti að pakka
Provence-skáldunum í Divina Commedia — pá gæti
pað enginn maður verið nema W. P. Pað, sem Ker
miðlaði mönnum á prenti af sínum mikla fróðleik,
var ekki nema dropar úr haíinu. Fróðleikur hans fór
í gröflna með honum. Því er miður, svo fer oft um
fróða menn.
Lundúnum, 10. jan. 1927.
Jón Stefánsson.
Sir Israel Gollancz
er fæddur í Lundúnum, 1864. Faðir hans var prestur
par. Bróðir hans, Sir Hermann Gollancz, er hélzti
maður Gyðingasafnaðarins í Lundúnum. I. G. lærði
fyrst íslenzku hjá prófessor Henry Morley við Uni-
versity College í Lundúnum, um leið og fornensku,
sem var aðalnámsgrein hans. Hann bjó í Christ’s College
í Cambridge, og fór pá járnbrautarferðir á milli til
að kenna fornensku við Lundúnaháskólann, 1892—95.
Pá var stofnað embætti handa honura við Cambridge-
háskólann i fornensku, og var hann »Lecturer« par
(41)