Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Page 46
1896—1906, en þó með annan fótinn i Lundúnum að
kenna þar. Var svo rifizt um hann, þangað til hann
tók við pófessorsembætti í enskri tungu og bók-
menntum við King’s College, við Lundúnaháskóla.
Kora hann því til leiðar, að eg fór að kenna islenzku
við King’s College, veturinn 1913—14, og var skráður
»Lecturer« í ísleDzku, en á ófriðartímunum, 1914—18,
hætti mestöll kennsla við háskólann.
í Cambridge hófst vinátta mikil með I. G. og Eiríki
Magnússyni. Las I. G. Eddur og íslendingasögur með
Eiríki og var hvatamaður þess, að honum var hald-
in veizla í Víkingafélaginu í Lundúnum; hélt I. G.
þar ræðu fyrir heiðursgestinum. Eftir dauða Eiriks
ætlaði I. G. að láta King’s College kaupa bókasafn
hans og geyma það sem deild í Furnivall-Skeat-bóka-
safninu, sem heitir eftir tveim frægum málfræðingum,
því að bækur þeirra eru þar niðurkomnar. Bækurnar
áttu að heita Eiríks-deild, en dýrustu bækur Eiríks
höfðu þá verið seldar, smám saman, á stangli, ein
og ein, svo að ekkert varð úr þessu.
I. G. hefir margar hliðar. Prjár eru þó mest áber-
andi. Fyrst er fornenska hliðin. Hann tók snemma
ástfóstri við miðaldakvæði, sem heitir Pearl (perla)
og lýsir söknuði foreldra eftir Ijómandi frítt mey-
barn. Hann gaf það fyrst út 1891, en síðar margar
skrautútgáfur af því. Tennyson orti kvæði um Pearl
og sendi I. G.; er það prentað framan við og líka
mynd af Pearl, máluð af Holman Hunt, sem stofnaði
Pre-Raphaelite-skólann í enskri málaralist. Næsta ár,
1927, eru 100 ár siðan Holman Hunt fæddist, og verða
þá hátiðahöld á Englandi. Gollancz er tryggur, þar
sem hann tekur því, og hefir gefið dóttur sinni kvæðið
að nafnfesti. Hún heitir Margrét, en margarita er
perla, á latínu, svo að Margrét er Pearl. Gollancz gaf
út fornenska kvæðið, »Crist« eftir Cynewulf, 1892, og
»The Exeter Book of Anglo-Saxon Poetry«, 1895; það
er handrit af engil-saxneskum kvæðum, sem skagar
(42)