Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Side 49
Elzti bróðir hans, Hermann, var herraður 1923 fyrir
lærð guðfræðirit. Hið enska viiindafélag, Roijal
Sociey, sem Karl II. stofnaði á 17. öld, nær að eins
yfir náttúruvísindi, svo að þörf var á þessu visinda-
félagi. Bryce lávarður var í nokkur ár forseti þess.
Gollancz er ekki víð eina fjölina felldur. Hann kom
þvi ti) leiðar, að stofnað var prófessors-embætti í
spænsku, kennt við Cervantes, við King’s College, og
gerði hið spænska vísindafélag hann að útlendum
félaga i þakkarskyni. Hann gaf út Boccacciós »OIym-
pia«, 1913. Hann er forseti Early English Text Society,
sem gefur út fornensk handrit. Hann var í 3 ár for-
seti Philological Society og í 2 ár Viking Society.
Hann er útgefandi (Editor) ýmsra safna: Temple
Classics, King’s Library, Mediaeval Library o. fl. Hann
er heiðnrsféiagi Stationers Company í City í London.
Allar bóka- og blaða-útgáfur hafa heyrt undir það,
síðan á miðöldum. Pað er ekki orðum aukið, að
Gollancz á í mörg horn að líta, og ekki ugglaust, að
sumum myndi falla ketill i eld, ef þeir ættu að
standa i hans sporum.
Gollancz kvongaðist, 1910, Alide Goldschmidt. Hún
hefir unnið sér nafn sem málari á Ítalíu og Pýzka-
Iandi. Pau eiga einn son, Oliver, Olífer á íslenzku, og
eina dóttur, Margaret, Margrét. A laugardögum er
heimili þeirra opið vinum þeirra og kunningjum, At
Home, sem Englendingar kalla. Par mætast rithöf-
undar, listamenn og vísindamenn úr öllum áttum og
frá ýmsum þjóðum. Par má læra meira á hálftima
af tali við menn en af að lesa margar bækur. Hús-
bóndinn leikur við hvern sinn fingur, spriklandi af
fjöri og kátínu, eins og hann hefði aldrei litið í bók.
Hann er svo laghentur og lipur, að allt fellur í ljúfa
löð, í fellingar og skorður, í höndum hans.
Hann er mikill barnavinur og kallaður barnagull.
Hann gaf út »Midsummur Night’s Dream« Shakespeares
(Jónsmessudraum) handa börnum. Hann sá eitt sum-
(45)