Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Page 51
skáld, en fer dult með það. Hann orti erfiljóð eftir
W. P. Ker; þau komu i vikublaðinu »Observer«, eftir
að Ker varð bráðkvaddur í Sviss.
Lundúnum, annan i jólum, 1926
Jón Stefánsson.
William Alexander Craigie
er fæddur í Dundee á Skotlandi 1867. Hann tók á-
gætispróf í grísku og latinu við St. Andrews háskóla
1888. Hann hefir sagt mér af ættingjum, sem voru
smalar í fjallleudinu nálægt Dundee. Honum var
veittur námsstyrkur, og var hann við Oxford-háskóla
1889—92 (i Balliol CoIIege) og tók ágætispróf í Literae
Humaniores 1890 og 1892. Las svo norræna málfræði
hjá Finni Jónssyni og Valtý Guðmundssyni, 1892—3,
í Höfn og bjó hjá mér, meðan hann var þar. Var
siðan kennari í latínu og grisku við St. Andrews
háskóla til 1897, Pá las þrófessor York Powell, sam-
vinnumaður Guðbrands Vigfússonar, grein eftir hann
um norræn áhrif á keltnesku í Arkiv för nordisk
filologi, og fekk hann til að vinna að hinni miklu
Oxford-orðabók, sem byrjaði að koma út 1888, og
stýrði þá verkinu annar Skoti, Sir J. A. H. Murray.
Pannig hefir hanu nú unnið að hinni stærstu og
vísindalegustu orðabók í Evrópu í 30 ár. Hann varð
aðal-ritstjóri, með Murray og Bradley, 1901. Murray
dó 1915 og Bradley 1923, svo að nú hefir hann um
hríð verið einn aðal ritsljóri. Siðan 1901 hefir hann
einn gefið út stafina: N, Q, R, S, U, V og'nokkuð af
W í þessu heljarverki, sem rekur sögu hvers ein-
staks orðs frá áttundu öld fram á þenna dag, með
uppruna þess og öllum breytingum i þýðingu, fram-
burði o. s. frv. á hverri öld. Nú er að eins eftir sjötti
(47)