Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Qupperneq 73
staðar. Meðal annars varð þetta til þess, að erlendis
kalla menn goshvera almennt geysira, eftir Stóra-
Geysi í Haukadal. Nú þekkjast stórfenglegri gos-
hverar bæði í Yellowstone National Park og I Auck-
land í Nýja-Sjálandi. Hvergi kemur jarðhitinn fram
í jafnmörgum myndum sem hér á landi, og að öllu
samantöldu mun jarðhiti vera hér meiri en í hinum
löndunum. Pó er ekki hægt að fullyrða neitt um
þetta, því að hér vantar tilíinnanlega mælingar á
jarðhita. Margar hinar þýðingarmestu rannsóknir á
eðli og ásigkomulagi jarðhitans hafa verið gerðar
hér á landi. Hinar fyrstu hverarannsóknir, sem
nokkuð kvað að, gerði Eggert Ólafsson. Síðan hafa
aðrir haldið þeim áfram, bæði innlendir menn og
erlendir. Flestar skýringartilraunir í orsöknm hvera-
gosanna hafa verið byggðar á rannsóknum hér á
landi og þær helztu þeirra settar fram af mönnum,
sem rannsakaö hafa hina íslenzku goshvera. Eigi
verður hér skýrt frekar frá þessum skýringum
á hveragosunum. Eg hefl I »Tímariti verkfræðinga-
félags íslands« 3. h. 1920 gert grein fyrir, hvernig
megi gera sér hveragosin skiljanleg, og visast þangað
þeim, sem vilja vita meiri deili á þeim hlutum.
Prátt fyrir allmiklar rannsóknir, sem gerðar hafa
verið hér á landi, eins og nú heflr verið skýrt frá,
þá er þó rannsókn á jarðhita á íslandi mikið ábóta-
vant.'ekki sizt ef borið er saman við jarðhitasvæðin
I erlendum menningarlöndum, því að stór hvera- og
laugasvæði mega heita litt rannsökuð enn þá hér á
landi.
Hverar og Iaugar eru á við og dreif um allt ís-
landi; óvíða eru stór svæði, þar sem enginn jarðhiti
er. Pó er minnst um jarðhita á Norðaustur- og Suð-
austurlandi. Ekki er það samt reglulaust, hvar laug-
ar og hverar eru. Við nákvæma athugun hafa menn
fundið, að jarðhiti kemur þar helzt fram, sem ný-
legar sprungur eru í jarðbergið. Oft sést þetta greini-
(69)