Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Qupperneq 74
lega. Sprungurnar eru venjulega beinar eða því sem
næst, og eins má sjá, að laugarnar eru svo að segja í
beinni röð. Sjálf sprungan kemur stundum hvergi
fram i yflrborðið, en eftir þvi, hvérnig laugarnar
raða sér, er hægt að ákveða stefnu sprungunnar,
sem laugarnar spretta upp úr. En par sem er mikið
af lauslegu jarðarrusli ofan á jarðberginu, hafa laug-
arnar oft orðið að leita langt til hliðar til að komast
í gegnum mela og leirjarðveg; hin eiginlega hvera-
röð sést þá tæplega.
Pað er eðliiegt, að hverar og laugar fylgi jarð-
sprungunum, því að sprungurnar ná venjulega djúpt
í jörðu, og par fæst pess vegna greiðastur gangur
fyrir hveraloft og hveragufur neðan frá hitalindun-
um niðri í jörðinni upp að yfirborði jarðar. Jarð-
sprungurnar eru pví nær eina leiðin fyrir hveragufur
og hveraloft neðan úr fylgsnum jarðar. Ef pessar
leiðir lokast, byrgist hveraioftið niðri í jörðinni og
fær ekki útrás, nemá nýjar sprungur myndist, t. d.
við landskjálfta. Við landskjálfta rifnar jörðin oft og
nýjar sprungur myndast, og stundum lokast pá fyrir
hin gömlu hveragöng; pess vegna verður oft mikil
breyting á hverum og laugum við landskjálfta; pekkj-
ast mörg dæmi pess hér á landi.
Hiti hveranna er mjög mismunandi; sumir eru upp
undir 100° heitir, en mjög fáir ná pvi hitastigi alveg.
Oft er sagt, að pað sjóði i hverunum, en samt er
pað eigi regluleg suða, heldur koma Ioftbólur upp
með vatninu í hverum og laugum. fessar loftbólur
setja hveravatnið í sífelda hræringu, svo að vatnið
virðist vella og sjóða. Loftið i pessum hverabólum
nefnist hveraloft, og er venjulega annars eðlis en
andrúmsloftið. í hverabólunum er pó ekki eingöngu
hveraloft heldur einnig mikið af vatnsgufum, og pví
meira í tiltölu við hveraloftið, sem hveravatnið er
heitara. Sá er munur á reglulegri suðu og hveravelli,
að bólurnar við venjulega suðu vatns eru gufubólur,
(70)