Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Qupperneq 75
I
sem ekkert loft hafa, og vatnið er þá 100° heitt við
venjulegan loftþrýsting. Ekki getur vatnið soðið þá
við lægra hitastig, því að gufuþenslan getur ekki
staðist loftþrýstinginn, ef hitinn er minni. En í hver-
um hjálpast að hveraloftið og vatnsgufurnar að
halda bólunum við á móti loftþrýstingnum. Pegar
hitinn er töluvert undir 100° eru vatnsgufurnar
magnrainni og hveraloftið verður að bera meira af
loftþrýstingnum.
Pað er hveravatnið, hveragufurnar og hveraloftið,
sem ber með sér hitann neðan úr jörðinni. Á leið-
ínni upp til yfirborðsins tapast hiti. Út frá hvera-
göngunum, sem hveravatnið og hveragufurnar fara
eftir, leiðist hiti í allar áttir, svo að þegar þessi efni
koma upp á yfirborðið hafa þau allt annan hita en
niðri i jörðinni, og það liggur því í augum uppi, að
hitinn er miklu meiri niðri en uppi við yfirborðið.
Þar sem hægt hefir verið að komast að því að
mæla hitann djúpt í hverum, hefir það komið á
daginn, að hitinn er miklu meiri en ofar. Pannig
mældist hitinn í Stóra Geysi 127° við botninn, en
ekki nema 90° við yfirborðið. í Yzta-hver (Baðstofu-
hver) í Reykjahverfi var og 115° hiti í 8 m dýpi, en
tæpar 99° við yfirborð.
Lítill vafi er á því, að hverar, sem eru í sama
hverasvæðinu, hafi sameiginleg upptök niðri í jörð-
inni; en samt er hiti þeirra á yfirborði oft allmis-
munandi. Orsök þessa mismunar er þá ólík kæling.
Venjulega er það svo, að vatnslitlir hverar eða laug-
ar eru kaldari en vatnsmeiri hverar í sama hvera-
svæði, og kemur þetta þá af því, að vatnið í minna
hvernum heíir kólnað meira á leiðinni upp, bæði af
þvi að þar var af minna hitamagni að taka, og svo
er lítið vatn jafnan lengur á leiðinni, því að straum-
hraði þess er minni. Ýmis dæmi eru þess, að hverar
í sama hverasvæðinu hafa samband sin á milli, sér-
staklega hafa menn tekið eftir því, að goshverar
, (71)