Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Síða 76
haga stundum gosum sínum hver eftir öðrum, en
hilt er pó ekki siður títt, að hverar og laugar rétt
hjá goshver breytast ekkert, þótt nágranni þeirra
fari að gjósa sem ákafast. Eftir pví hafa hverar oft
sín sjálfstæðu hveragöng ail-langt niður.
Útlit hveranna er mjög breytilegt. Laugar og volgr-
ur líkjast venjulegum vatnslindum, vatnið tært og
jörð grasi gróin, oftast alveg að laugarbarminum.
Vegna jarðylsins er jafnvel jurtagróðurinn meiri
kringum laugarnar eu annarstaðar. Yflr hinu heita
vatni lauganna þéttast vatnsgufurnar, sem stigið hafa
upp af hveravatninu og gera sýnilega poku, sem
kölluð heflr verið reykur. Af þessum hverareyk
draga margir bæir nöfn sín. Reykur lauganna sést
heizt í röku og svölu veðri. Þeir, sem kunnugir eru
þessum háttum hverareyksins, geta af honum nokk-
uð dæmt um veðurlagið. í þurru veðri og hlýju, og
helzt ef sólskin er, ber lítið á hverareykjunum. —
í hraununum austan við Mývatn, Bjarnarflagshrauni
og þar vestur af, sjást nálega engir reykir um há-
degið í sólskini, en er kvöldkulið kemur, sérstaktega
ef veður er kyrt og loftið verður svo rakt, að þoka
legst langt niður í fjöll, þá sjást ótal hverareykir
hingað og þangað um þessi hraun, og má af því
marka, að hitaholur eru víða í þeim. Á steinum i
farvegi laugavatnsins er oft ofurlítil hvít skán. Skán-
in er sjaldnast á steinum, sem allt af eru í kafl,
heldur á þeiro, sem laugavatnið leikur um annað
veifið, en hálfþorna á milti. Skán þessi kernur af því,
að steinefni (venjulega kísilefni), sem runnið hafa í
laugavatninu, falla niður á steinana, er laugavatnið
gufar burtu; en af því að efni þessi eru mjög tor-
leyst í vatni, megnar laugavatnið eigi að leysa þau
aftur. Hveraloftið í laugunum heflr reynzt að vera
nær tintómt köfnunarefni.
Goshverarnir eru heitari en laugarnar, á yfirborði
þeirra er hitinn venjulega 90°—100°, en heitara niðri
(72)