Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 77
í vatninu. Hveravatnið heldur í sér töluverðum
steinefnum. Við gosin bleytist svæðið kringum hver-
inn af hveravatninu og milli gosanna þornar bleytan
að nokkru leyti, og steinefnin, sem í vatninu voru
verða eftir og mynda afar-þunna húð. Við sifelld
hvergos hleðst hvert lagið ofan á annað, svo að á
löngum tíma verður úr þessum steinefnum þykkt
lag. Hér á landi eru þessi steinefni aðallega kísil-
efni, og nefnum vér þau hverahrúður. Jurtagróður
er oft mikill í námunda við goshverina; þar sem
nýtur hlýjunnar frá gufunni og heitu vatni hversins,
en gróðurinn kemst ekki alveg að hvernum, þar
bægir sjóðheitt hveravatnið honum á burt, enda
legst þar venjulega hverahrúður yíir, svo að jurtirn-
ar geta ekki heldur náð í næringu úr jarðveginum.
Hveraloft goshveranna heflr i sér fólgið köfnunar-
efni, kolsýruloft og dálítið af súrefni. Hveravatnið
er tært.
í leirhverum er hins vegar gruggugt valD, og þar
sem vatnið er lítið, verður það að leðju (leðju-
hverar), sem hveraloftið brýzt upp I gegnum. Stund-
um verða hverabólurnar þá stórar og sletta leðjunni
i allar áttir, er þær springa á yfirborði hversins. Ur
öllum þessum leir- og leðjuhverum er megn fýla,
nefnd brennisteinsfýla. Fýla þessi kemur af loftteg-
und, sem nefnist brennisteinsvetni, og er hún sér-
kennileg ieirhverum og brennisteinshverum. Pað er
þessi lofttegund, sem markar mest útlit þessara
hvera; hún etur í sundur bergtegundirnar, sem
hveraloftið fer í gegnum á leið sinni til yflrborðs
jarðar. Bergið kringum þessa hvera verður þess
vegna laust í sér og molnar niður, og það er mylsn-
an frá berginu, sem myndar leðjuna í hvernum. Oft-
ast er hveraleðjan blásvört, en heflr þó stundum
aðra áberandi liti, t. d. er hún oft rauð, stundum
græn eða gul. í kringum þessa hvera þrífst gróður
mjög illa, því að brennisteinsvetnið er eitrað jurtum
(73)