Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Qupperneq 92
til í heiminum, að honum kæmi það betur en mér
að drekkja sér, en mér var óljúft að draga þig með
mér í glötunina, þó aö þú hins vegar hefðir haft
gott af því að vera kældur lítið eitt«.
Eg bar ekki á móti þessu, »rétt er þetta hjá þér«,
sagði eg og sté aftur upp í sleðann; »en eg verð
fyrir alla muni að komast yfir í eyna, það veiztu....
Pú mátt ráða, hvern veg þú velur, nema þann einn,
sem liggur beint til eilífðarinnar. . . . Skemmstur
vegur getur stundum verið lengstur«.
Hrafn tók á sig krók til vinstri og ruddi nýjan
veg i snjónum; honum tókst að koma mér heilum
til eyjarinnar, þó að seint færi.
»Stikktu nú upp í mig tvíböku; líf þitt getur ekki
verið minna virði«. Einhver þvílík hóglátleg ósk virt-
ist koma frá Hrafni til mín, þegar við vorum komn-
ir heim aftur.
Eg gaf honum tylft af tvíbökum. Var örlæti mitt
runnið ekki einungis af þakklæti, heldur og vildi eg
sýna honum, að eg sætti mig ekki við lágt mat á
sjálfum mér. Oft fannst mér, þó að eg væri algáður,
sem hann spyrði mig og svaraði jafngreinilega sem
maður væri, með þeim mun þó, að æ var meiri hugs-
un en skvaldur í því, sem hanu þurfti að segja.
Spænski-Hrafn entist nálega árlangt. Kvöld eitt kom
hann heim, og liafði hann þá ásamt öðrum mæðu-
sömum meðbróður sínum dregið líkvagn sóknarinn-
ar, geysiþungan i drætti, til nýja kirkjugarðsins; má
vera, að sjálfur hafi hann verið mest þjáður og dapr-
astur allra í líkfylgdinni. Síðan var hann teymdur
inn að jötu sinni, teygði þá út fæturna og hné niður.
Með atbeina hestamannanna fekk eg troðið undir
hann nýjum hálmi og nokkurum dýnum áofan; hélt
eg síðan tvíböku að snoppu hans og hugði, að hon-
um myndi þetta ijúft að vanda. Iiann tók við henni
með flipunum, en fekk ekki komið henni inn á milli
tannanna. Stundarkorn hlúði eg nú að vini mínum,
(88)