Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Síða 95
Heimaiðja og handavinna.
Kunnugir menn láta illa yfi ■ því, bæði hér á landi
og með öðrum þjóðum, hve miklar aflurfarir séu í
heimavinnu allri, hina síðari áratugi, þegar borið er
saman við það, sem áður var. Þetta er þó vel skiljan-
legt og að ýmsu leyti afsakanlegt. Framfarirnar hafa
orðið svo miklar í öllum greinum, að nú má fá ná-
lega allt unnið með vélum, það er áður var gert í
höndunum, og þá vitanlega því fljótunnara og ódýr-
ara. Eigi að síður má telja illa farið, að heimavinna
leggist niður, og ber tvennt til þess, annars vegar
lítils háttar hagnaður fjárhagslega, hins vegar, og er
það miklu meira um vert, eíling stöðnglyndis og
vinnuþreks. Má öllum telja skylt að styðja af alefli
viðleitni þeirra manna, sem endurreisa vilja og endur-
bæta vinnu manna heima fyrir í lómstundum þeirra,
Er það gleðilegt, að hér skuli, sem víða í öðrum
löudum, vera nýlega stofnað félag til framkvæmda i
þessa átt, og er öllum mönnum ráðlegt að taka með
alúð leiðbeiningum þess eða þeirra manna, sem því
veita forstöðu.
Öllum eru auðsæir beinir hagsmunir hverrar iðju
sem er. Vinnan miðar að því aö auka og varðveita
verðmæti hlutanna. Heimavinna veitir mönnum við-
fangsefni og arð í tómstundum þeirra, kennir mönn-
um leikni, eykur starfslöngun. En starfslöngun og
leikni einstaklingsins er þjóðfélaginu mestur ábati;
starffús maður mun jafnan geta fundið eitthvað nýti-
legt tii athafna. Er því þjóðfélaginu hagur að efla
heimavinnu, með því að þar at' spreltur almenn vel-
gengni, fátæklingum fækkar og þeim, er sveitarstyrks
njóta, en beiningum, sníkjum og lánakvabbi linnir.-
Pessi hlið heimavinnu er mjög náin hinni, sem
mest er um vert; er hér átt við hin göfgandi áhrif
(91)