Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Page 108
og góður heim að sækja, en peninga hafði hann ó-
þrotlega. Djunki halði í huga að hefja kristniboð á
íslandi og snúa mönnum hér til kaþólskrar trúar,
þótt aldrei yrði af. í því skyni lærði hann íslenzku
í Kaupmannahöfn og dvaldist þar alllengi, en hafði
áður verið að trúboði norður í Finnmörku. Kenn-
endur lians í islenzku munu verið hafa þeir frændur
Benedikt Gröndal og Ólafur Gunnlaugsson (sonur
Stefáns bæjarfógeta Gunnlaugssonar), er síðar varð
ritstjóri í Parísarborg, enda voru þeir í þjónustu
hans. Til er bréf frá Djunka til Jóns Sigurðssonar,
en ekki munu vera fleiri slíkar minjar hans á íslenzka
tungu. Er það sett hér stafrétt með öllum titlum og
tilfæringum, þó að efnislaust sé (er varðveitt í þjóð-
skjalasafni). Er furðanlega góð íslenzka á bréfinu, þó
að stundum slái út í fyrir honum. Bréfið er ritað i
Antwerpen, einmitt sama ár sem Gröndal fór með
Djunka sina minnilegu för um Pýskaland og Belgiu,
er hann lýsir í Dægradvöl. Bréfið hljóðar svo:
Anvers, 18 dn Juli 1858.
Háttvyrdti Herra!
Eptir ósk Yðar sendi eg Yður í þessu bréfi miða
til Stenderup að hann láti Yður fá 12 Expl. at Liliu1 2 3)
Um Ieið gét þess að S^ Bernard5) á Seyðisfirði skrif-
ar mér að hann se gengin í bokmentafélagið og hafi
fengið bækr frá því en ekkert Diplom8); sem er þér
bið Yður að senda honum sem fyrst. Mér þykir gott
1) Djunki gaf út Liiju i Kaupmannaliöfn 1858, og er þar með þýð-
ing Gröndals á latínu í lausu máli.
2) Kaþólskur prestur, er um liríð var hér á landi um þessar
mundir.
3) I’. e. félagsskirteini.
(104)