Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Qupperneq 110
ræður i svörum. Pingstaður er á Auðkúlu. Eitt sinn
var það, að sýslumaður var kominn og skyldi setja
þing á Kúlu. En er menn söfnuðust að, veik Guð-
mundur því að sýslumanni, að nú mætti setja þing,
því að allur þingheimur væri kominn. Sýslumaður
mælti: »Ætlar hann [þ. e. Guðmundur] að setja þing
í dag?« Guðmundur svaraði: »Eitt er að veragikkur,
annað er að vera meira en gikkur«. Pá mælti sýslu-
maður: »Talar þú það til mín?« Guðmundur svar-
aði: »Enginn skyldi svjgurmæli að sér taka, nema
eiga þæktist«. (Að nokkuru eftir Lbs. 1292, 4to.;
sýslumaður sá, er þar er nafngreindur hélt aldrei
sýslu um þessar slóðir).
9. Smásögar af Stefáni amtmanni á Iívítáruöllum.
Stefán amtmaður Stephensen á Hvítárvöllum var
gáfaður maður og gamansamur, gleðimaður og glett-
inn. Hann naut og mikilla vinsælda, enda var hann
örlátur og hjálpfús og alþýðlegur i framkomu. Til
munu vera gamanstökur eftir hann og bréf hans
ýmis lýsa bæði fjöri og betra málbragði en þá tíðk-
aðist í bréfum heldri manna. — Sagt er í sæmilegri
heimild (Lbs. 1292, 4to.), að amtmaður hafi eitt sinn
kastað fram hendingum þessum, sem eru alkunnar:
Hvað er það, sem bætir bú
og berst eigi’ út á hauga.
Samtímis leit hann til Ragnheiðar dóttur sinnar og
mælti: »Bættu nú við, Ranka!« Hún hugsaði sig um
litla stund og botnaði svo:
Góðlynd kona, geðugt hjú
og gætið bóndans auga.
Síra Arnór Jónsson, skáldið, var prestur á Hesti,
áður en hann varð prestur í Vatnsfirði. Hann var
fjörmaður í æsku, henti gaman að skrítnum smá-
sögum, og lágu þær mjög á hraðbergi hjá honum.
Oft hittust þeir prestur og amtmaður. Eitt sinn var
það, að síra Arnór sagði sögu eina, er hann hafði
(106)