Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1937, Qupperneq 31
með svínalæri fyrir kjötsala. Og síðasta sendisveins-
staða mín var hjá víxlara einum. Þar var starf mitt
fjölþætt. Ég burstaði skóna hans, lijálpaði til í eldhús-
húsinu, hljóp fyrir hann út í bæ, vann hjá honum á
skrifstofunni, og að aflokinni skólagöngu fylgdi ég
konu hans í leikhúsið.
Eftir fermingu lagði ég stund á járnsmiði. En erfið
vinna ásamt slæmu viðurværi ofbauð heilsu minni,
og að ráði læknis skifti ég um iðn og gerðist tóbaks-
iðnaðarmaður.
Þegar á æskuárunum hafði ég áhuga á stjórnmál-
um. Með foreldrum mínum sótti ég pólitíska fundi.
Ég heyrði föðurbróður minn, er var pátttakandi í
verkfalli járniðnaðarmanna árið 1885, segja frá verk-
fallinu og alpýðuhreyfingunni. Og pótt ég væri ungur
að aldri, tók ég ákveðna afstöðu til stjórnmála. Sextán
ára að aldri gekk ég í jafnaðarmannaflokkinn. Gjald-
keri flokksins veitti pvi ekki athygli, að ég var ekki
orðinn 18 ára, en pá fyrst fékkst réttur til inngöngu
í flokkinn.
Átján ára að aldri fór ég um stundarsakir til Frede-
ricia sem tóbaksiðnaðarmaður. Ég gekk í verklýðs-
félag, lenti i verkfalli og tapaði hluta af mínum litlu
launum. Árið 1895 var ég kosinn fulltrúi á ping tó-
baksiðnaðarmanna og var kosinn í stjórn sambands-
ins. Árið 1896, er ég var 22 ára að aldri, var ég kos-
inn formaður verklýðsfélags míns. Fyrir pann starfa
fékk ég 100 krónur á ári.
Alþýðufélögin urðu æskuskóli minn. Á kvöldin las
ég fræðibækur jafnaðarmanna, flestar, sem út voru
gefnar á danskri tungu. Ég lagði og stund á þýzku
og gat brátt lesið bækur á því máli.«
Þannig farast Stauning sjálfum orð um bernsku
sína og uppvaxtarár. Er á þeirri lýsingu auðsætt, að
hann hefir orðið að sæta kjörum flestrar alþýðu,
hefir snemma kynnzt skortinum og öryggisleysinu. Og
í æsku er staða hans í þjóðfélaginu ákveðin. Hann
(27)