Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1937, Side 32
berst viö hlið stéttarsystkina sinna, fyrir hagsmunum
þeirra og heillum.
Eins og fyrr er frá skýrt, gerðist Stauning í æsku
fagfélagsmaður. Hann vann að áhugamálum stéttar
sinnar og varð fljótt valinn til trúnaðarstarfa. Og
eins og oft vill verða, er skammt á milli faglegu bar-
áttunnar og stjórnmálaátakanna. Og brátt fór Stau-
ning að taka virkan þátt í dönskum stjórnmálum.
Árið 1907 var hann kosinn á þing og var þá 34 ára
ára gamall. Nokkru áður var hann kosinn i borgar-
stjórn Kauþmannahafnar, og' eftir að jafnaðarmenn
urðu þar í meiri hluta, varð hann forseti borgar-
stjórnarinnar.
Aðeins 25 ára gamall, eða árið 1898, var Stauning
kosinn í miðstjórn jafnaðarmannaflokksins danska.
Hann varð þar brátt áhrifaríkur, gegndi um langt
skeið gjaldkerastöðu flokksins, annaðist bréfaviðskiþti
og var lífið og sálin í miðstjórn flokksins. Og árið
1910 var hann kosinn forseti flokksins og hefir gegnt
þeim störfum alltaf siðan.
Undir forsæti Staunings hefir danski jafnaðar-
mannaflokkurinn vaxið hröðum skrefum. Eftir stór-
felldan sigur flokksins 1913 var Stauning boðið að
mynda stjórn i Danmörku. En hann og flokkur hans
töldu ekki lieppilegt eins og á stóð að taka við stjórn
landsins, en buðust hins vegar til að styðja stjórn
róttæka flokksins, til þess að hrinda í framkvæmd
stjórnarskrárbreylingu, er lögleiddi stórlega rýmkað-
an kosningarrétt og kjörgengi.
En ekki leið á löngu áður en danskir jafnaðar-
menn tækju þátt í stjórn landsins. Árið 1916 bauð
róttæki flokkurinn jafnaðarmönnum eitt sæti i stjórn
sinni, til þess sérstaklega að gæta hagsmuna alþýð-
unnar út af ýinsum ráðstöfunum, er gera þurfti vegna
heimsstyrjaldarinnar. Og jafnaðarmenn tóku þessu
boði, og þá var Stauning sjálfkjörinn til þess starfs.
Vakti hann brátt á sér mikla athygli fyrir dugnað,
(28)