Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1937, Síða 69
sjaldnar en áður að taka barn með töngum, eða
hjálpa með öðru móti.
Efninu er dælt undir skinnið, til þess að auka létta-
sóttina. Pessi hormóni úr heiladinglinum hefir svo
ótrúlega næm áhrif á leg konunnar, að það dregst
saman, þó að efnið sé notað í þynningunni 1 á móti
100 000 000 000. Efni úr heiladinglinum örva til starfa
eggjastokkana og eistun, og eru notuð til að efla kyn-
hvatir, sem farnar eru að bila vegna aldurs og
slappleika.
Auk þess, sem þegar er nefnt, er líklegt, að heila-
dingullinn hafi enn víðtækari áhrif með efnum þeim,
sem frá honum smita út í blóðið; en það verður ekki
rakið hér nánar. Sennilega er hér um margs konar
hormóna að ræða, og leysa vísindamenn vafalítið úr
því síðar.
Hormónar í sk,jaldkirtlinum. Þessi kirtill liggur
framan á neðanverðu barkakýli, og er sýnilegur sem
dálítil útbungun traman á hálsinum, þegar hann vex
fram yfir það, sem venjulegt er. Læknarnir komust
fyrst að raun um gildi skjaldkirtilsins fyrir heilsuna,
við athugun á sjúklingum með slímbjúg (myxödema).
Fólk með þá veiki verður feitt, hefir þykkt og þurrt
hörund, með lélegum hárvexti; er silalegt og dauflegt,
bæði á líkama og sál; púlsinn og efnaskipti öll mjög
dauf. Læknarnir fundu, að skjaldkirtillinn var mjög
ófullkominn hjá þessum sjúklingum, og því dregin sú
eðlilega ályktun, að hér vantaði í kroþpinn hormóna,
sem skjaldkirtillinn skilar inn í blóðið, þegar allt er
heilbrigt.
Pað kernur líka i ljós, að þetta vandræðaástand
læknast, ef sjúklingarnir neyta skjaldkirtils úr naut-
gripum, eða fá í sig efni, sem dregin eru úr kirtlinum.
Sjúklingarnir fjörgast, gáfnafarið skerpist, en holdafar
lagast, hörundið hlýnar og sjúklingarnir verða varir
við svita og örvun á hárvexti.
Vanþroski á skjaldkirtlinum er stundum meðfædd-
(65) 5