Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1937, Side 71
algengir. í Sviss og fleiri fjallalöndum er landlægur
dvergvöxtur vegna vanþroska á skjaldkirtlinum, og
sjúklingarnir eru aumingjar að meira eða minna leyti.
En vísindalegar rannsóknir síðari ára, og lækning
með thyroxini, hefir hjálpað stórlega. Ástæðan til
þessara vanþrifa í fjallalöndum, langt frá sjó, er sú,
að fólkið vantar joð í fæðið. En joð er einmitt mjög
áberandi í thyroxin (um 65°/o). En þar, sem nær
dregur sjó, lifa menn meira á fiskineti, og fá þar með
í sig joð, sem sennilega líka andast inn með sjávar-
loftinu. Fiskur er fágæt og dýr fæða víða í Mið-Ev-
rópu. Komi maður á sölutorg í borg í Sviss, kemur i
ljós, að allt kálmeti er hræ-ódýrt, en ránverð á fiski.
Fað er öfugt við ástandið hér á landi, þar sem græn-
meti er lúxusvara, en fiskur á hvers manns borði.
Prófessor N. P. Dungal hefir við nákvæmar, vísinda-
lega gerðar líkskoðanir fundið, að íslendingar hafa
yíirleitt litinn skjaldkirtil, enda ber hér á landi lítið á
sjúkdómum af þessu tagi. Vísindalegar staðreyndir um
hollustu fiskmetis fyrir allt ástand skjaldkirtilsins, og
þar með efnaskifti líkamans, hefir mikið gildi til þess
að auka neyzlu á fiski, og þar með fiskmarkaðinn.
Pessar niðurstöður um skjaldkirtilinn eru eitt af
ljósustu dæmunum um hve visindalegar rannsóknir
læknanna fá miklu áorkað.
Hormónar í aukaskjaldkirtlum. Pessir kirtlar liggja
á hálsinum, í námunda við skjaldkirtilinn. Peir eru
alls fjórir, og er hver þeirra á stærð við matbaun,
Taugaóstyrkur og krampar gera vart við sig, ef þessir
aukakirtlar eru teknir burt, og dregur það til dauða.
Pað er hvergi nærri ljóst, hvaða ætlunarverk hormón-
arnir hafa, en allar líkur benda til, að þessi efni stjórni
kalkinnihaldi blóðsins. í heilbrigðum manni eru 20
milligr. af kalki í hverjum 100 teningssentimetrum
blóðs. En kalksöltin í blóðinu hafa mjög næm áhrif
á allt starf og samdrætti vöðvanna.
Iiormónar frá aukaskjaldkirtlinum sjá um, að blóð-
(67)