Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1937, Síða 84
Nál. þriðjungur af þessu fólki, eða 477, voru fæddir
á íslandi, þar af 310 konur, en ekki nema 167 karlar.
Eru það börn erlendra manna og íslenzkar konur
þeirra, sem hafa hlotið ríkisfang manns síns við
giftingu.
Trúarbrögð.
Við manntalið 1930 töldust 1503 manns eða 13.s af
þúsundi utan þjóðkirkjunnar og hinnar lúthersku
fríkirkju. Er það töluvert hærri tala en áður. 1920
voru þeir aðeins 463 eða 4.9 af þús., 1910 288 eða 3.4
af þús. og 1901 159 eða 2.o af þús. 1930 taldist meir
en helmingur þessara manna eða 782 utan allra trú-
félaga, en 721 töldust til ákveðinna trúfélaga, 429 voru
aðventistar, 191 kaþólskir, 70 voru í Sjónarhæðar-
söfnuði (Gooks), 12 kölluðust kristnir bræður, 7 voru
í Hvítasunnusöfnuði, 5 voru baptistar og 7 töldust til
annarra trúflokka mótmælenda.
Fatlaðir.
Blindir menn töldust alls 371 við manntalið 1930
eða 3.4 á þús. landsmanna. 1920 töldust þeir heldur
fleiri, 387 eða 4.i°/oo. Tala blindra er hér miklu hærri
heldur en annars staðar í Norðurálfunni.' í Færeyjum
var hún l.o°/oo árið 1920, en annars staðar víðast O.o—
—l.o°/oo. Miklu fleiri karlar töldust hér blindir heldur
en konur, 231 karlar eða 4.3 af þús., en 140 konur
eða 2.5 af þús. Meginþorri blindra er yfir sextugt.
Daufdumbir töldust 76 manns 1930 (45 karlar og
31 konur). Komu því 0.7 á hvert þús. landsmanna.
1920 var talan 81 eða O.o á þús.
Fábjánar (frá fæðingu eða ungbarnsaldri) voru 101,
og er það sama tala og 1920. Kom O.o á þús. 1930, en
l.i 1920.
Geðveikir voru taldir 236 við manntalið 1930, 90
karlar og 146 konur. Komu þá 2.2 á hvert þús. lands-
manna. En 1920 töldust þeir 183 eða l.s á þús.
(80)