Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Síða 2
Forstöðumenn þjóðvinafélagsins.
Forseli: Jónas Jónsson, alþm.
Iiitnefnd: BarSi Guðmundsson, þjóðskjalavörður.
Bogi Ólafsson, yfirkennari.
Dr. Guðni. Finnbogason, landsbókavörður.
Dr. Þorkell Jóhannesson, bókavörður.
EndursUoSunarmenn: Þórarinn Kristjánsson, hafnarstj.
Dr. Þórður Eyjólfsson, hæstaréttar-
dómari.
Bækur þjóðvinafélagsins.
Bréf og ritgerSir Stephans G. Stephanssonar eru með
merkustu bókum, sem út hafa komið á síðari árum.
Vegna þess, að I. bd. bréfanna var ekki prentað nema í
1800 eint., verður ekki hægt að halda þeirri útgáfu áfram
eins og ráð var fyrir gert, þannig, að liún komi með
öðrum ársbókum til félagsmanna. Til þess hefði orðið
að prenta I. bd. upp aö nýju vegna fjölda nýrra félags-
manna. Útgáfunni verSur hatdiS áfram og þeim, sem
fengið liafa I. bd., gefinn kostur á að eignast framhaldið
gegn sem allra vægustu gjaldi. Jafnframt munu nýir
félagsmenn geta fengið I. bd. með góðum kjörum, meðan
upplagið endíst. Verður þctta auglýst síðar.
Eins og kunnugt er, er þjóSvinafélagiS eitt elzta menn-
ingarfélag hér á landi, stofnað 1871 að forgöngu Jóns
Sigurðs&onar. Hefir það hin síðari árin verið langafkasta-
mesta bókaútgáfufélag landsins. Framan af árum var
bókaútgáfa þess minni. Þó gaf það árlega út Andvara og
Almanak, auk nokkurra annarra rita, stærri og smærri.
Árið 1919 varð sú breyting á starfsemi þess, að það lióf
að gefa út bókaflokk, er ncfndist Bókasafn Jjjóðvina-
félagsins, alþýðleg fræðirit, eitt hefti á ári. 1929—1933
varð hlé á þessari útgáfu, en í þess stað gaf félagið þá
út liið milda ritverk dr. phil. Páls E. Ólasonar, Jón Sig-
urðsson, fimm stór bindi alls. 1934 og 1935 hélt félagið
svo áfram að gefa út Bókasafnið. Gaf það annað árið
út hið fræga rit belgiska skáldspekingsins Maeterlinclc
(Framh. á 3. kápusíðu)