Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Qupperneq 32
ekki um hag þess, þótt hingað til hafi árangur
framvindunnar ekki verið glæsilegur aS hans
dómi, en hann er núverandi þjóSskipulag með
öllu ranglæti þess, þjóSernisrembingi, styrjöldum
og annarri villimennsku. Það lætur því einkenni-
lega í eyrum, þegar hann þykist geta sagt fyrir meS
óyggjandi vissu, aS þrátt fyrir þetta stefni í rétta
átt, aS auknu valdi yfir náttúrunni og sæludögum
fyrir mannkyniS allt.
Á unga aldri varS Wells mjög hlynntur sósialisma,
og áhrifa frá kenningum Marx gætir viða i ritum
hans. Hann fór að vísu jafnan sínar eigin götur,
en var ávallt vinveittur sósíalistum og hvatti landa
sína til að líta hlutdrægnislaust á tilraun konnnún-
ista til að skapa nýtt þjóðfélagsskipulag i Rússlandi.
En hann var aldrei sammála kommúnistum um að-
ferðina, og i skáldsögu sinni The World of William
Clisson (1926) virðist hann ekki tengja vonir sínar
viS alþýðuna og sósialismann, heldur volduga og
hleypidómalausa stóriSjuhölda. ÞaS eru þeir, sem
eiga aS skipulegg'ja heiminn að nýju með aðstoð vís-
indamannanna. En þessir alvitru og ofurmennsku
leiðtogar eru allir á bak og burt í síðustu bókum
hans. Nú virðist honum eina leiðin, aS þjóSirnar
hafi vit fyrir stjórnendum sinum.
í öllum ritum Wells frá síðari árum er viSfangs-
efnið eitt og hið sama: nauðsyn þess að stofna heims-
ríki eða alþjóðaríkjasamband, sem í eðli sinu hljóti
að verða sameignarþjóðfélag, þar sem rikið sjálft á
landið og leigir það og rekur öll fyrirtæki, er al-
menning varða. En jafnframt á þó hver einstakling-
ur að njóta fyllsta frelsis. Honum er fyllilega ljóst,
hver vandkvæði eru á, að þessi hugmynd komist i
framkvæmd, en hann trúir þvi statt og stöðugt, að
þetta megi takast með góðum vilja og samvinnu
þjóðanna. í hinni styttri veraldarsögu sinni, sem
menningarsjóður gaf út nýlega i íslenzkri þýðingu
(30)