Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Síða 40
en aðrir rangt. Honum virðist mjög örðugt að líta á
málin frá sjónarmiði annarra og finnur að jafnaði
ekki aðra skýringu á skoðanamun sínum og andstæð-
inganna en þá, að þeir hljóti að vera ókunnugir mála-
vöxtum. Sjálfur er hann furðulega fljótur að brjóta
hvert vandamál til mergjar og glöggva sig á úrræðum,
en honum hættir iíka til að gera sömu kröfur til ann-
arra. Þegar honum er umhugað um, að eitthvert mál
nái fram að ganga, á hann til að segja, að svona og
svona eigi þetta að vera, en hirðir þá ekki um að færa
rök fyrir máli sínu. Þetta stafar af þvi, að hann telur
ástæðurnar hverjum manni augljósar og þvi mála-
lengingar einar og tímatöf að gera grein fyrir þeim.
Tanner er ræðumaður góður en enginn mælskumað-
ur. Honum hefir aldrei verið lagin list múgæsinga-
mannsins, að heilla áheyrendur sína með glymjandi
mælskuflóði. Hann skírskotar til skynseminnar, en
ekki til tilfinninganna. Flokksbróðir hans, Fagerholm
verkamálaráðherra, sagði í blaðagrein i vetur, sem
leið, að Tanner væri só ræðumaður, sem fólk vildi
helzt hlusta á, af þvi að hann hefir ævinlega eitthvað
á boðstólum, sem er þess vert að hlusta á það. Og það
segi hann skýrt og greinileg'a, án óþarfa orðaskrauts
og upphrópana. Meginstyrkur hans sé fólginn í því,
að hann sé flestum mönnum rólyndari, öruggur og
enginn sveimhugi, en þó hugkvæmur. Þegar Tanner
komi einhvers staðar þar, sem barizt er við örðug
viðfangsefni, verði mönnum undir eins hughægra, því
að Tanner sér alls staðar úrræði og veit deili á hverju
máli. Hins vegar sé honum ef til vill nokkuð gjarnt að
fara sínu fram, hvað sem hver segir, því að hon-
um sé illa við að láta í minni pokann, en sá eigin-
leiki sé sameiginlegur öllum þrekmiklum mönnum,
og þrek Tanners og skapfesta sé meiri en í meðal-
lagi. En Tanner sé einlægur lýðræðissinni, sem við-
urkenni rétt minnihlutans og nauðsyn heilbrigðrar
gagnrýni andstæðinganna. Sé gagnrýnin ekki á rök-
(38)