Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Qupperneq 56
Reykjanes og eyðilagðist. Mannbjörg varð við öll
þessi skiptjón. Maður fórst, er vélb. Ingu hvolfdi i
Stokkseyrarsundi 14. marz, en 4 varð bjargað.
Drukknanir urðu 25 á árinu, þar af 13 i ám og vötn-
um, eða við bryggjur.
Styrjöld hófst 3. sept. milli Þjóðverja annars veg-
ar, Pólverja, Breta og Frakka hins vegar. Þýzk og
brezk herskip höfðu komið í stuttar heimsóknir til
Reykjavíkur fyrr á árinu, siðast 21. júli tveir kaf-
bátar þýzkir. Mörg skip leituðu hlutleysisverndar á
Reykjavíkurhöfn fyrri hluta sept. og dvöldust sum
alllengi. Siglingaleið af Atlanzhafi til norskrar land-
helgi, sem þá var friðhelg, lá helzt fram hjá íslandi,
og var sökkt á þeirri leið fjölda þýzkra flutninga-
skipa, en stundum urðu minni háttar sjóorustur. Eitt
skipanna, Bertha Fisser, rak logandi að landi við
Hornafjörð 20. nóv. Þýzkur kafbátur kom 19. sept.
til hafnar í Rvík með slasaðan mann. Brezk liern-
aðarflugvél nauðlenti 26. sept. á Raufarhöfn. Þrátt
fyrir drengskaparyfirlýsingu yfirmanns hennar um
að fara þaðan ekki án leyfis ísl. rikisstjórnar, strauk
flugvélin 28. sept. ísl. ríkið mótmælti þvi sem hlut-
leysisbroti. Var þá yfirmaðurinn sendur aftur til
Islands í gæzlu. Uggur fór vaxandi um hlutleysi
landsins.
Talsímasambandi íslands við Bretland var lokað
31. ágúst og síðar við önnur lönd. Hætt var að aug-
lýsa millilandaferðir skipa og síðar að útvarpa veð-
urfregnum. Skipuð var 13. sept. 5 manna útflutn-
ingsnefnd, sem sækja skyldi til öll útflutningsleyfi
íslenzkra afurða. Nefndina skipuðu Finnur Jónsson,
Jón Árnason, Ólafur Johnson, Richard Thors, Skúli
Guðmundsson. Hámarksverð var sett á innfluttar
vörur. Benzín var skammtað. Skömmtun á kornvör-
um, kaffi og sykri var tekin upp, og reyndust birgðir
af þvi 16. sept. vera þessar utan Reykjavíkur: rúg-
mjöl til 5 mán., hveiti 4 mán., haframjöl 5 mán.,
(54)