Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 57
kaffi 3 mán., sykur 3 mán., — en í Reykjavík (handa
Reykvíkingum): rúgmjöl til 1 mán., hveiti 4 mán.,
haframjöl 3% mán., kaffi 12 mán., sykur 1% mán.
SparnaSarráðstafanir voru fáar framkvæmdar. Klukku
hafði verið flýtt 30. apríl og var þvi haldið til 30.
okt. —• íslenzk skip tóku upp Amerikuferðir.
Útvegur. Fiskafli i salt varð 37.7 þús. smál., en
allmikið flutt út óverkað. ísfiskveiði nam 18.7 þús.
smál., og var það 16% meira en 1938; söluverð var
hátt síðustu mánuðina i Bretlandi og þó einkum i
Þýzkalandi, unz leiðin þangað lokaðist. Af freðfiski
voru fluttar út 2.6 þús. smál., og var það þriðjungi
meira en 1938. Af harðfiski voru fluttar út 650 smál.;
aukning 40%. Á síldveiðum voru 225 skip i stað 185
skipa 1938. Síldarafli varð þó miklu minni en 1938
eða 261 þús. tunnur saltaðar og 1170 þús. hl. bræðslu-
síldar. Afurðir sildar nýttust vel. Verð var allhátt
og hækkaði mjög á lýsi siðast; nam það alls rúml.
23.5 millj. kr. Faxasíld talsverð var flutt i ís til
Þýzkalands (1350 smál.). Hvalveiðar voru stundað-
ar á 3 skipum frá Tálknafirði, líkt og undanfarið.
Veiði var nokkru minni en 1938, verð hærra á hval-
olíu. Af hvalkjötinu seldust 80 smál. til refaeldis
innanlands, en nær 500 smál. fluttar út.
Skipstóll óx. 16 vélskip voru smíðuð i landinu;
stærst þeirra Helgi, sem hljóp af stokkum 23. júní
í Vestm., 130 smál. Frá útlöndum voru lteypt 13 skip
(auk Esju). Frystihús voru efld. Frystihús Ólafs-
víkur tók til starfa 31. ágúst.
Stofnað var 17. jan. landssamband ísl. útvegsmanna,
og gengu í það flestir eigendur og umráðamenn ísl.
fiskiskipa. Sjómennskusýning stóð lengi sumars i
markaðsskálanum i Rvík, opnuð 4. júní. Um aðstöðu
norskra síldveiðimanna við ísland og saltkjötssölu
til Noregs var endurnýjaður samningur 27. febrúar.
Verzlun. Sakir gengisbreytinga og styrjaldar fóru
úr skorðum viðskipti við Þýzkaland og síðan Norður-
(55)