Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Síða 63
Dana, þar til hann var 36 ára að aldri. Þá gerði
danska stjórnin hann að amtmanni sunnan og vestan-
lands og konungkjörnum þingmanni. Meðan Bergur
Thorberg stundaði nám i Danmörku og fyrst á eftir,
var hann fylgjandi frelsisstefnu íslendinga og Jóni
Sigurðssyni. Hafði Jón hann þá um stund, eins og
marga fleiri efnilega unga menn, í ritstjórn „Nýrra
félagsrita“ með sér. Reyndi hann á þann hátt að
tengja þá við hinn þjóðiega málstað. En svo fór um
Berg Thorberg og marga aðra efnismenn, hann sá,
að annað hvort varð að fylgja dönsku stjórninni
og fá atvinnu, eða Jóni Sigurðssyni og vera brauð-
laus. Hann tók þann kost að hugsa um fram-
tið sína. Var hann andvigur Jóni Sigurðssyni á Al-
þingi, siðustu árin sem deilur stóðu um landsréttindi
íslands, áður en stjórnarskráin var sett. En mót-
staða Bergs Thorbergs var mild og mannúðleg, eins
og hann sjálfur. Hann var fríður maður, hóg-
látur í öllu dagfari, laginn að hafa mál sín fram með
góðu, en ekki skörungur. Bergur Thorberg varð
landshöfðingi 1884, en andaðist tveim árum siðar, 57
ára að aldri. Valdatimi hans var svo stuttur, að
honum auðnaðist ekki að setja neinn svip á stjórn
landsins.
Nú tók við landhöfðingjaembættinu maður, sem
gegndi því starfi í nærfellt 18 ár. Það var Magniis
Stephensen. Hann var kominn af athafnamikilli ætt.
Magnús faðir hans var sýslumaður Skaftfellinga og
Rangæinga um langa stund. Hann var sonur Stephans
Stephensens amtmanns, en sá Stephan var sonur Ólafs
Stephensens stiftamtmanns i Viðey og bróðir Magnús-
ar Stephensens dómstjóra. Höfðu menn af þessari ætt
farið með æðstu mannvirðingar á íslandi af og til í
meira en heila öld. Magnús Stephensen, sá er siðar
varð landshöfðingi, varð stúdent 19 ára, en kandidat
í lögum 27 ára, með hárri einkunn. Hann vann þá um
stund í stjórnarráði Dana, unz stjórnin gerði hann
(61)