Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 70
þykktu fyrir sitt leyti, að ísland skyldi verða frjálst
iand, en teljast til Danaveldis og Danir fara me'ð
allmörg mál fyrir hönd íslendinga. Einn af ís-
lenzku nefndarmönnunum, Slcúli Thoroddsen, neit-
aði að fylgja þessum tillögum, en allir Danir í
nefndinni og hinir íslendingarnir voru samþykkir
álitinu.
Kosningar skyldu fara fram haustið eftir, 1908,
og var jafnframt kosið um uppkastið. Hannes Haf-
stein og menn hans voru í fyrstu vongóðir um sig-
ur. En annað varð uppi á teningnum. ísafold studdi
eindregið málstað Skúla og lögðu þeir félagar, Björn
Jónsson og Einar Kvaran, þá um sumarið fram alla
krafta sína gegn uppkastinu og stjórn Hafsteins.
Bjarni Jónsson frá Vogi fór þá víða um landið og
hélt ræður móti uppkastinu og munaði einna mestu
um átök hans við hlið ísafoldar. Ýmis heppileg at-
vik studdu Björn Jónsson í baráttu hans þetta suin-
ar. Norðmenn höfðu skilið við Svia fyrir þrem ár-
um. Við það hafði kviknað skilnaðarhugur i ís-
lendingum. Einar Benediktsson hafði skapað hvít-
bláa fánann til handa þjóðinni i stað danslia fán-
ans rauða og ort til fánans fagurt og áhrifamikið
kvæði. Ungmennafélagsaldan hafði risið i landinu og
stefndi að fullu frelsi og alhliða framförum þjóðar-
innar. Eins og á stóð urðu þessar nýungar allar yfir-
leitt andstæðar samningum Hafsteins við Dani.
Iíosningarnar um haustið urðu gífurlegur ósigur
fyrir Hannes Hafstein. Lið hans sýndist bráðna
niður fyrir frambjóðendum ísafoldar, eins og vor-
snjór i hláku. Hannes hélt eklti eftir nema allra
traustustu flokkskjördæmum sínum, en gat þó fyrir
heppilega tilviljun aukið lið sitt nokkuð, með þvi
að útnefna sveit hinna konungkjörnu úr flokki sínum.
Þegar Alþingi kom saman 1909, samþykkti það
vantraust á Hannes Hafstein. Lét hann af völdum, en
við tók af honum Björn Jónsson. Nokkur átök urðu
(68)