Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Síða 81
verkamanna. í Heimastjórnarflokknum hafði, frá því
á fyrstu stjórnarárum Hannesar Hafsteins, verið
mikill áhrifamaður, verkfræðingurinn Jón Þorláks-
son. Hann hafði lengi verið einn af helztu mönn-
um flokksins, en ekki náð kosningu til Alþingis í
kjördæmi, fyrr en þingmönnum var fjölgað í Reykja-
vík. Meðan ráðuneyti Sigurðar Eggerz fór með rík-
isstjórn, frá 1922—24, hafði Jón Þorláksson raun-
verulega tekið við flokksforustu yfir kjarna Heima-
stjórnarflokksins, hætt við það lið nokkru nýju fylgi
og gert úr þessum liðsafla harðsnúna og vel sam-
stillta heild, er hann nefndi íhaldsflokk. Jón Þor-
láksson valdi sér ákveðna vígstöðu hægra megin
við Framsóknarflokkinn og beina andstöðu við Al-
þýðuflokkinn, sem liafði þjóðnýtingu atvinnuveganna
efst á dagskrá. Hannes Hafstein hafði gert Jón Þor-
iáksson að landsverkfræðing 1905 og gegndi hann
því starfi í 12 ár. Hann skipulagði hið nýja akbrauta-
kerfi landsins, beitti sér fyrir skynsamlegri notk-
un steinsteypu við húsagerð og brúarbyggingar og
kom á fót Landssmiðju íslands, vegna verkfæragerða
og viðgerða fyrir landsins hönd. Gekk Jóni þar til
sama búhyggjan og bændum, sem reisa smiðjur á
bæjum sínum vegna heimilisþarfa. Mitt í heims-
styrjöldinni hætti Jón Þorláksson að vera lands-
verkfræðingur og stofnaði umfangsmikla verzlun
með byggingarvörur. Var hann vel undir það bú-
inn, gróðamaður og hagsýnn. Varð hann á skömm-
um tíma meðal efnuðustu manna á landinu. Jón Þor-
láksson var um kosningar 1923 orðinn formaður
íhaldsflokksins og mestur áhrifamaður í þeirri sveit.
Honum þótti eðlilegt, að sér yrði falið að mynda
nýtt ráðuneyti. Hann gerði tilraun til stjórnarmynd-
unar, en tókst það ekki. íhaldsflokkinn vantaði at-
kvæði til að hafa meiri hluta og Sigurður Eggerz
og Bjarni Jónsson frá Vogi vildu ekki veita honum
umbeðinn stuðning. En um leið og Jón Magnússon
(79)