Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Qupperneq 89
goti próf og var þá um nokkur ár fulltrúi hjá
dómaranum í Reykjavík, og síðar lögreglustjóri i
bænum. Hermann Jónasson hafði stundað íþróttir
á unga aldri og jafnan reynzt vaskleikamaður. Hon-
um tókst á stuttum tima að gerbreyta lögreglunni
i Reykjavík, bæði að mannvali, útliti, æfingu og lið-
styrk. Tóku allir aðrir bæir á landinu upp handa
lögreglu sinni þá búninga, sem Hermann Jónasson
valdi lögreglunni í Reykjavík. í kosningum 1934 hafði
hann fellt Tryggva Þórhallsson i hinu gamla kjör-
dæmi hans, Strandasýslu. Fáum vikum síðar var hann
orðinn forsætisráðherra landsins, áður en hann
hafði tekið þátt í þingfundum og þingvinnu.
Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gerðu
með sér málefnasamning, áður en lokið var við stjórn-
armyndunina. Skyldu báðir flokkar styðja fjármála-
ráðherrann, Eystein Jónsson, við að halda fjárhag
rikissjóðs i lagi. Alþýðuflokkurinn skyldi þar að
auki styðja Framsóknarflokkinn til að koma nýju
skipulagi á verzlun innanlands með nýmjólk og kjöt,
en Framsóknarflokkurinn veita Alþýðuflokknum til að
koma á almennum alþýðutryggingum. Ýmis minnihátt-
ar atriði komu enn fremur til greina í samkomulag-
inu, þó að þeirra sé ekki getið hér. Mikil átök urðu í
þinginu um hin samningsbundnu nýmæli. Andófið
frá hálfu Sjálfstæðisflokksins og Bændaflokksins var
mjög öflugt, bæði á Alþingi og i blöðum flokkanna.
Framsóknarmenn töldu landauðn liggja við i byggð-
um landsins, ef bændur neyddust til að fella aðal
vörur sínar niður úr öllu valdi með skipulagslausu
framboði. Á sama hátt töldu leiðtogar Alþýðuflokks-
ins mikla nauðsyn að tryggja efnalítið fólk gegn
slysum, örbirgð á elliárum og sjúkdómum. Andstæð-
ingar stjórnarinnar neituðu að vísu ekki, að þessi
mál öll ættu nokkurn rétt á sér, en vildu bæta úr
meinsemdunum á annan hátt. Nú fór um samstarf
stjórnarflokkanna líkt og í tíð Tryggva Þórhalls-
(87)