Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Qupperneq 109
Kennslustund hjá Rodin.
Eftir Stefan Zweiff.
Þegar þetta gerðist, var ég um 25 ára gamall og
dvaldi í París við ritstörf og nám. Ég hafði þá þegar
hlotið lofsamlega dóma hjá mörgum mönnum fyrir
ýmsar ritsmíðar mínar, og sjálfur var ég ánægður
með sumar þeirra. En innst inni fann ég, að ég gat
gert betur, þótt ekki fengi ég gert mér það ljóst,
hverju áfátt var.
Þá var það, að merkur maður einn kenndi mér
mikilvæg sannindi. Þetta mátti virðast lítilfjörlegt
atvik, en olli reyndar hvörfum á æviferli mínum.
Kvöld eitt heima hjá belgiska ritsnillingnum
Verhaeren var roskinlegur málari einn að fárast um
hnignun mótlistarinnar. Ég reis öndverður gegn
þessu, ungur þá og gunnreifur. Hvernig var það —
var ekki uppi okkur samtíma, auk heldur hér í
borginni, myndhöggvari á borð við sjálfan Michael-
angelo? Mundi ekki Hugsnður Rodins eða Balzac
hans vara um ókomnar aldir jafn óbrotgjarnir og
marmarinn, er hann skóp þá af?
Að endaðri þessari ádrepu minni klappaði
Verhaeren mér góðlátlega á öxlina. — Ég hitti
Rodin i fyrramálið, sagði hann. Komið með. Hver
sá, er dáist eins að öðrum manni og þér gerið, á
heimting á að fá að kynnast honum.
Ég varð himnum hafinn, en þegar Verhaeren
kynnti mig myndhöggvaranum daginn eftir, kom
ég engu orði upp. Meðan þessir gömlu vinir spjöll-
uðu saman, leið mér eins og ég væri þarna öllum
leið boðflenna.
En mestu mennirnir eru jafnan mestu ljúfmennin.
Þegar við bjuggumst til að kveðja, sneri Rodin sér
að mér og mælti: — Ég býst við, að yður myndi
þykja gaman að sjá eitthvað af myndunum minum.
En hér er vist varla nokkuð að sjá. Þér ættuð að
(107)