Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Qupperneq 111
um gleymdist allt annað en vitrunin um fegurð mynd-
arinnar, sem hann ætlaði að móta. Hann var aleinn að
verki sinu, eins og drottinn á fyrsta degi sköpunar-
innar.
Loks kastaði hann spaðanum frá sér og varpaði
öndinni léttar, sveipaði votri ábreiðunni um bolinn
með bljúgri umhyggju, líkt og þegar maður vefur
sjali um herðar unnustu sinni. Síðan bjóst hann til út-
göngu, aftur sama gildvaxna gamalmennið.
En rétt áður en hann næði til dyranna, kom hann
auga á mig. Hann starði á mig. Þá loks mundi hann
eftir mér og mátti sjá, að honum blöskraði nokkuð að
hafa afrækt gest sinn svona. — Afsakið, herra minn,
ég gleymdi yður alveg. En þér skiljið —. Ég þrýsli
hönd hans þakksamlega. Likast til hafði hann grun
um, hvað mér bjó í hrjósti, þvi að hann brosti við
og lagði handlegginn yfir um mig um leið og við
gengum út úr stofunni.
Ég lærði meira þennan seinni hluta dags í Meudon
en öll skólaár mín. Því síðan hefir mér verið ljóst,
hvernig öll mannanna verk verða að vera af höndum
leyst, eigi þau að vera vel gerð og ómaksins virði.
Ekkert hefir snortið mig eins og þessi staðreynd,
að maður gæti svo gjörsamlega gleymt tíma og stað
og öllu. Á þeirri stundu skildist mér leyndardómur
allrar listar, allra mannlegra afreka: Einbeiting; að
beina öllum kröftum til úrlausnar viðfangsefni sínu,
hvort það er mikils háttar eða smávægilegt; hæfi-
leikinn til þess að beina vilja sínum, oftlega reikul-
um eða veilum, að markinu eina.
Þá var það sem mér skildist, liverju liingað til liafði
áfátt verið um min eigin verk. Þar skorti brennandi
áhugann, sem lætur manni gleymast allt, nema viljann
til þess að leysa af hendi fullkomið verk. Maður
verður að geta gleymt sjálfum sér algerlega við verk
sitt. Nú veit ég það, galdurinn er þessi og enginn annar.
(109)