Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Page 41
átta hretviðrasöm. Seint i september gerði norðan-
stórhríð víða á Vestfjörðum, Norðurlandi og Norð-
austurlandi. Fennti þá sauðfé allviða. Tún og engi
spruttu mjög seint. Taða (fyrri sláttur) nýttist sæmi-
lega víðast hvar á landinu, en úthey illa. Hey ónýtt-
ust með öllu sums staðar á Norður- og Austurlandi
síðara hluta sumars. Þorskafli var sæmilegur. Sildar-
afli var mjög góður.
Búnaður. Töðufengur var tæplega í meðallagi, en
útheyskapur með allra rýrasta móti, nema á nokkr-
um áveitusvæðum. Allmikið kvað enn að sauðfjár-
sjúkdómum. Smitandi pest í kúm kom upp á nokkrum
bæjum í Þingvallasveit. Slátrað var 408 000 dilkum
(árið áður 365 000) og 69 000 af fullorðnu fé (árið áð-
ur 38000). Vænleiki fjár var tæplega í meðallagi. Kjöt-
magn varð um 6 800 tonn (árið áður 5 900 tonn). Flutt
voru út 1 960 tonn af freðkjöti á 10.6 millj. kr. (árið
áður var útflutningur mjög lítill). Útflutningur salt-
kjöts var mjög lítill eins og árið áður. Af ull voru
flutt út 1 108 000 kg á 9,1 millj. kr. (árið áður 57 000
kg á 337 000 kr.). Af gærum voru flutt út 532 000 stk.
á 5,2 millj. kr. (árið áður 436 000 stk. á 5,2 millj. kr.).
Flutt voru út 2 904 refaskinn á 455 000 kr. (árið áður
2 177 á 332 000 kr.) og 13 865 minkaskinn á 841 000 kr.
(árið áður 10 472 á 503 000 kr.). Kartöfluuppskera var
með minnsta móti og brást nær algerlega á Vestur-
Norður- og Austurlandi. Er hún áætluð um 45 000
tunnur (árið áður um 80 000). Kálmaðkar háðu mjög
rófnarækt víðast hvar á landinu. Tómatarækt var
mikil og vermihúsum fjölgaði enn. Kornuppskera var
nokkru minni en árið áður.
Embætti. Embættaveitingar: 5. jan. var Hermann
Jónasson fyrrv. forsætisrh. skipaður formaður banka-
ráðs Búnaðarbanka íslands. 6. jan. voru þeir Bjarni
Guðmundsson og Hjörtur Halldórsson löggiltir dóm-
túlkar og skjalaþýðendur úr og á ensku. 19. jan. var
Magnús Jónsson fyrrv. ráðh. skipaður prófessor við
(39)