Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Blaðsíða 74
á sem það fylgdi sjálfkrafa nveð læknaprófi, en aðrir
gætu fengið það meira eða minna takmarkað. Skottu-
lækninga hefur áður verið getið. Dró lítt úr þeinv
fyrst um sinn, þótt læknum fjölgaði, og stunduðu
flestir skottulæknar smáskammtalækningar, er kom-
ið var fram um 1874. Lög voru sett um starfsemi
þeirra 1883, en gerðu víst hvorki til né frá. Loks
voru sett lög um lækningaleyfi 1911, og hafði Guðm.
Björnson landlæknir samið frumvarpið. Segir þar,
að skilyrði fyrir rétti til lækningaleyfis sé að hafa
tekið próf í læknisfræði við læknaskólann í Rv. eða
háskóiann í Kh., en þó meg'i enginn gera sér að aí-
vinnu að hjálpa sængurkonum, nema hann hafi lok-
ið námskeiði við fæðingarstofnun. Gert var ráð
fyrir, að öðrum mætti veita lækningaleyfi, ef þeir
sönnuðu næga kunnáttu. Þeim, er höfðu ekki lækn-
ingaleyfi, var bannað að fást við lækningar og kalla
sig lækna, en þó máttu þeir, er fengust við smá-
skammtalækningar, kalla sig' smáskammtalækna.
Þessi lög voru í gildi til 1932. Þá flutti Vilm. Jóns-
son landlæknir á alþ. frv. til laga um lækningaleyfi,
um rétt og skyldur lækna og um skottulækningar.
Varð það að lögum. Samkv. þeim veitir heilbrigðis-
málaráðherra lækningaleyfi þeim, er lokið hafa próí'i
við læknadeild Háskóla íslands og 12—13 mánaða
framhaldsnámi í sjúkrahúsum, þ. á m. i fæðingar-
lijálp. Öðrum má veita lækningaleyfi, ef þeir sanna,
að þeir hafi aflað sér nægilegrar þekkingar, en
kandídatar frá háskólanum hafa þó einir rétt til
embætta. Takmarkað lækningaleyfi má og veita, t. d.
nuddlæknum, tannlæknum o. fl. Ef læknir vinnur
tjón með lækningum sínum, er hann skaðabótaskyld-
ur að mati dómara. Lækningastarfsemi án leyfis telst
til skottulækninga, og eru þær bannaðar, smá-
skammtalækningar lika, enda þær og aðrar skottu-
lækningar elcki orðnar nema svipur hjá sjón miðað
við það, sem áður var, þótt ýmisleg lækningahjátrú
(72)