Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Síða 78
enn of fáir, enda hvergi nema í 5 stærstu bæjunum.
Fáeinir læknar hafa og kynnt sér og fengizt meira
og minna við tannlækningar. Auk þess hafa nokkrir
menn lært tannsmíðar og stundaS þær, ýmist sem
aðstoðarmenn tannlækna eða sjálfstætt í tannlæknis-
lausum kauptúnum og héruðum.
Yfirstjórn heilbrigðismála var hjá dómsmálaráð-
gjafa Dana 1874, eins og verið hafði þar á undan
síðan 1848. Skýrslur lækna voru sendar landlækni,
en hann mun hafa sent þær landshöfðingja; frá hon-
um fóru þær til ráögjafans, en hann sendi þær heil-
brigðisráöinu í Kh., er var ráöunautur hans i heil-
brigðismálum. Fram um 1880 voru flestar skýrslur
héraðslækna ritaðar á dönsku, aðeins einstaka á ís-
lenzku, en úr þvi fór dönsku skýrslunum smám sam-
an fækkandi; eru síðustu skýrslurnar, sem ég hef séð
á dönsku, frá 1893. Þegar eftir að dr. J. Jónassen
var orðinn landlæknir (1895), fékk hann þvi fram-
gengt við heilbrigðisráðið í Kh., að hætt skyldi að
senda því læknaskýrslur héðan, og auk þess varð
það við þeim tilmælum hans að senda hingað allar
læknaskýrslur héðan, er voru i vörzlum þess, frá
því er sú skýrslugerð hófst, laust eftir 1800. Höfðu
þær að vísu allmjög týnt tölunni, ef ekki hafa verið
slæmar heimtur á þeim frá læknum, sem vel má
vera, en engu að síður munu þær ómissandi þeim,
er vilja kynna sér heilbrigðismálasögu 19. aldar. Eru
þær nú geymdar i þjóðskjalasafninu. Þegar æðsta
stjórn íslands mála fluttist hingað 1904, varð ráð-
herra íslands yfirstjórnandi heilbrigðismálanna, og
eftir að ráðherrum var fjölgað og síðan 1918 hefur
einhver þeirra haft stjórn heilbrigðismála á hendi,
en landlæknir verið framkvæmdarstjóri og ráðunaut-
ur ríkisstjórnarinnar um öll þau mál, er heilbrigði
varða.
(76)