Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Blaðsíða 80
samkv. þeim byrjunarlaun 300 kr., en hækka um 10
kr. fyrir hverja 50 íbúa í umdæminu fram yfir 300.
Auk þess fá ljósmæður aldursuppbót, 50 kr. eftir 5
ár og aðrar 50 kr. eftir 10 ár. Dýrtíðaruppbót fá þær
sömu og starfsmenn ríkisins, frá sömu aðilum óg
launin greiða, en það eru bæjarsjóðir í kaupstöð-
um og ríkissjóður að % og sýslusjóður að % í sveit-
um. — Ný Ijósmæðralög voru sett 1933 að tilhlutun
landlæknis. Eru þar ýtarlegri ákvæði um skyldur
og réttindi ljósmæðra en i hinum fyrri lögum, og
taka þau til allra Ijósmæðra, en ekki aðeins til skip-
aðra, eins og eldri lög. Ákvæði um laun og gjald-
skrá voru tekin óbreytt upp í lögin úr lögunum frá
1930. — Eftirlaunarétt höfðu ljósmæður ekki, nema
ef þær slösuðust við störf sín. En 1938 voru sett lög
um lífeyrissjöð ljósmæðra og breytt nokkuð 1940.
Eru þar ákvæði um framlög ríkissjóðs, iðgjöld ljós-
mæðra, rétt þeirra til lífeyris o. fl.
Um fræðslu Ijósmæðra voru þau fyrirmæli í lög-
unum frá 1875, að þær, er ekki lærðu i fæðingar-
stofnuninni í Kh., — en þær voru jafnan örfáar —
skyldu njóta kennslu og taka próf hjá landlækni eða
einhverjum héraðslæknanna í fjórum tilteknum hér-
uðum. Þessu var breytt 1893 á þá leið, að einn af
kennurum læknaskólans skyldi hafa á hendi hina
innlendu Ijósmæðrakennslu. 1912 var stofnaður Yfir-
setukvennaskóli íslands. Var landlæknir forstöðumað-
ur og aðalkennari, og þrjár Ijósmæður i Rvík höfðu
á hendi verklega tilsögn. Námstiminn var 6 mánuðir
framan af, en lengdur i 9 mán. 1924. Eftir að lands-
spítalinn komst á fót, var ljósmæðrakennslan flutt í
fæðingadeildina þar. Á alþ. 1932 flutti landlæknir
frv. til laga um ijósmæðra- og hjúkrunarkvennaskóla
íslands, og varð það að lögum. Skyldi skólinn vera í
sambandi við landsspítalann og i tveimur deildum,
Ijósmæðradeild og hjúkrunarkvennadeild, nám bók-
legt og verklegt í báðum. Aðalkennarar í ljósmæðra-
(78)