Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Side 90
færzt í það horf á seinni áruin, einkum siðan berkla-
yfirlæknir var skipaður, og sé stefnt að því með frum-
varpinu að samræma löggjöfina þvi fyrirkomulagi,
sem þegar sé tekið upp. Er í lögunum sérfróðum
manni, er nefnist berklayfirlæknir, falin yfirstjórn
berklavarna, og gert er ráð fyrir hæfilega mörgum
heilsuverndarstöðvum undir yfirumsjón berklayfir-
læknis, og njóti liær styrks úr ríkissjóði. Auk þessara
nýmæla eru tekin upp meira eða minna breytt á-
kvæði hinna eldri laga, og sérstök ákvæði eru þar til
varnar berklasmitun fullorðins fólks, sem er í mikilli
sýkingarhættu.
Telja má, að fyrsta undirstaða heilsuverndarstöðva
væri lögð 1919, er hjúkrunarfélagið Líkn i Reykjavík
(stofnað fjórum árum fyrr) hóf hjálparstarfsemi fyr-
ir berklaveika, með nokkrum styrk úr ríkissjóði.
Hefur þeirri starfsemi síðan verið haldið áfram og
stórum aukin, einkum hin siðari ár, og stöðin jafn-
framt bætt við sig fleiri verkefnum. Rauði kross-
inn, er hóf starfsemi hér á landi 1924 og síðan hefur
rekið hér margþætta heilsuverndarstarfsemi og
sjúkrahjálp, rak berklavarnastöð á Akureyri 1929—
1936. Síðan 1938 er rekin þar heilsuverndarstöð á
vegum bæjarins með styrk úr ríkissjóði og i fjórum
bæjum öðrum voru slíkar stöðvar reknar 1940. --
Enn er þess að geta, að lækniseftirlit með barnaskó!-
um var tekið upp 1916, fyrst og fremst í berklavarna-
skyni, þótt fleira komi þar til greina, og er það nú
lögákveðið í fræðslulögum, og raunar lika i berkla-
varnalögum, þótt óbeinlínis sé.
Svo má telja, að með skipun berklayfirlæknis 1935
og berklavarnalögunum 1939 hefjist nýr þáttur
berldavarnastarfseminnar. Upp úr því hefjast al-
mennar berklarannsóknir og leit að berldasjúkling-
um og smitberum, og hefur sú starfsemi náð til fleiri
og' fleiri með ári hverju. Fór t. d. slík rannsókn fram
á nál. 19000 manns árið 1940, eða á allt að því 6.
(88)