Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Síða 101
nefndu löguni þau mikilsvarðandi fyrirmæli, að i
hvert kg af smjörlíki skuli blanda 15000 alþjóða-
einingum af A-fjörefni og 1000 af D-fjörefni. Loks
voru árið 1936 sett lög um eftirlit með matvælum
og öðrum neyzlu- og nauðsynjavörum. Taka þau til
hvers konar matvæla, þ. á m. neyzluvatns, og neyzlu-
vara, annarra en lyfja, sem annars staðar eru ákvæði
um. Hafa til 1940 verið settar 11 reglugerðir um sér-
stakar vörutegundir samkv. þessum 'lögum. í sam-
bandi við þetta má geta þess, að 1939 var skipað
manneldisráð til að gera athuganir á mataræði lands-
manna. Fóru rannsóknir í því skyni fram það ár og
hið næsta, en ekki var lokið að vinna úr þeim fyrr
en eftir 1940.
VIII.
Tvenn lög voru sett skömmu fyrir 1940, er hér er
vert að nefna: lög frá 1935 um þungunarvarnir og
fóstureyðingar og lög frá 1937 um afkynjanir og
vananir. Áður voru engin lagaákvæði um neitt af
þessu, nema um fóstureyðingar. Þær voru bannaðar
undantekningarlaust i hegningarlögunum frá 1869,
að við lagðri allt að 8 ára hegningarhússvinnu. Nú
getur það komið fyrir, að losa þurfi konu við fóstur
til að bjarga henni úr lífsháska, og hafa læknar alla
tíð leyft sér það, þrátt fyrir hið skilyrðislausa bann.
En nokkur brögð voru talin að því, að stöku læknar
brytu einnig þau ákvæði, er réttmæt máttu teljast,
og hefðu stundum fóstureyðingar um hönd, þótt lífi
konunnar væri ekki hætta búin af völdum fósturs-
ins, enda fer svo venjulega, þegar lög og refsingar
eru strangari en svo, að.fært sé ætíð að framfylgja
þeim bókstaflega, að hætt er við, að þau verði lítils
virt yfirleitt. í hinum nýju lögum eru fóstureyðing-
ar leyfðar í því skyni að bjarga konum úr beinni
eða óbeinni hættu, en jafnframt sett þau skilyrði
til tryggingar því, að þær verði svo hættulausar, sem
(99)