Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Blaðsíða 121
• — Ég ætla að fá þessuin frakka skipt, ég keypti
hann hérna í gær, en konunni minni geðjast ekki að
honum.
—- Slcipta frakkanum? Ivonunni geðjast ekki að
honum? Nei, maður minn, þetta er bezti frakki, sem
liægt er að fá. Hafið mitt ráð og farið heim með
frakkann og fáið yður heldur nýja konu.
Gömul kona fór til þess að horfa á knattspyrnu,
sem sonur hennar tók þátt i. Spyr hún þá mann, er
stóð hjá henni: — Hver er nú eiginlega tilgangurinn
með öllu þessu? — Að koma knettinum i netið, svar-
ar inaðurinn. —• Ja hérna, segir konan, ætli það gengí
ekki eitthvað betur, ef þeir væru ekki að þvælast
þetta hver fyrir öðrum!
Þjónninn: Voruð þér að hringja, herra minn?
Gesturinn, bálvondur: — Ég að hringja? Nei, síður
en svo. Ég var að klykkja út við jarðarförina, ég hélt
þér væruð dauður.
Prestur, við slasaðan írlending: — Nú ætla ég' að
biðja til guðs, að þér megi auðnast að fyrirgefa Pat-
reki það, að hann kastaði í þig múrsteininum.
írinn: — Ég held, prestur minn, að það mundi
spara yður ómak að bíða með þetta þangað til mér er
batnað, — og biðja þá fyrir honum Patreki.
Kona nokkur grunaði mann sinn um það að eiga
tal við aðrar konur í símanum. Nótt eina hringdi
síminn, og hlustaði konan á mann sinn, er hann
gegndi i tólið: — Hailó, Jón, erf það þú Jón? /\uð-
vitað, Jón. Það vil ég, Jón. Nei, Jón. Vertu sæll, Jón.
Að svo mæltu sneri hann sér að konu sihni og sagði:
—- Það var hann Jón, elskan.
— Sumum okkar er svo farið, að við getum staðizt
allt, nema freistingar.
(119)