Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Blaðsíða 32
þolgóðri baráttu Wrights að þakka. Varla þarf að geta
þess, að öll þau ríki, er tóku þátt í heimsstyrjöldinni
siðari, létu nota þessa varnarbólusetningu við hermenn
sína, með þeim árangri, að heita mátti, að taugaveiki
yrði aldrei vart í herjum þeirra, svo að teljandi væri.
Árið 1898 var Wright skipaður ásamt öðrum í nefnd
til að rannsaka pestina, er þá geisaði i Indlandi, og
vann hann þar mikið starf. Þar kynntist hann Stewart
Douglas, er þá var læknir í indverska hernum, en sið-
ar varð um mörg ár samverkamaður Wrights við Maríu
meyjar spitalann i London. Þar varð Wright forstöðu-
maður sjiikdómafræði- og rannsóknastofnunarinnar,
er við spitalann er tengd, árið 1902, og jafnframt kenn-
ari í almennri sjúkdómafræði við Lundúnaháskóla.
Þarna unnu þeir að því starfi, er þá var Wright rikast
í huga, að leita að ráðum til að halda sýklasjúkdómum
i skefjum og lækna þá með dauðum sýklagróðri. Þar
kom margt til greina: rannsaka þurfti, livort vart yrði
aukinnar framleiðslu varnarefna eftir liverja idælingu,
hve stóra skammta væri hæfilegt að nota, svo að
hvorki væri of né van, hve langt bil væri mátulegt
að hafa milli ídælinganna o. m. fl. Hann fann upp afar
næm og hugvitsamleg áhöld til að mæla sýklaskæðni
blóðsins og átfrumanna, og sagðist hann liafa fundið
þau upp til þess að „bæta upp ófullnægjandi leikni
handanna með starfi heilans“. Með tækjum þessum
fann hann margt, er eigi hafði verið kostur á að kom-
ast að raun um með tækjum þeim, sem áður var völ á,
og allt var það skref í áttina þangað, sem lausn þeirrar
gátu er að finna, sem Wright var að glíma við, þótt
enn sé þar margt spor óstigið. Hefur samt drjúgum
miðað þar áleiðis síðasta áratuginn, meðal annars fyrir
atbeina sumra lærisveina Wrights, svo sem Alexander
Flemings, er penisillínið fann og nú er frægur um
allan heim, en að visu eftir nokkuð öðrum leiðum en
þeim, er Wright hafði fyrst og fremst í huga.
(30)