Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Page 39
sakalögmálið, um nauðsyn endurbóta á rökfræðinni
til samræmis við nútima viðhorf o. m. fl. Þegar 1895
byrjaði hann á miklu riti, er hann nefndi upphaflega
„Lífeðlisfræði trúarinnar", jók stöðugt við það til ævi-
loka og breytti á ýmsa lund, þar á meðal bókarheitinu
oftar en einu sinni; hafa aðeins komið út þrír kaflar
úr bók þessari, og aldrei lauk hann við hana til fulls.
Mun mörgum af starfsbræðrum hans hafa fundizt fátt
um þetta „heimspekilega dútl“ og talið það bera vott
um skort á áliuga á aðalstörfum hans, en Wright sjálf-
ur leit þvert á móti svo á, að lausn þeirra heimspeki-
legu vandamála, er hann fékkst við, væri ómissandi
grundvöllur allra framfara, svo i læknisfræði sem fé-
lagsmálum. Og rangmæli var það, að tala um „heim-
spekilegt dútl“, því að Wright sökkti sér niður í þessi
mál með sama kappinu og ósérhlífninni og hann beitti
jafnan við hin vísindalegu tilraunastörf sin í þágu
læknisfræðinnar.
En misskilningur væri það á því, er nú liefur verið
sagt, að ætla, að Wright hafi yfirleitt farið á mis við
viðurkenningu samtíðarmanna sinna. Hann naut jafnan
fyllstu hylli og aðdáunar samstarfsmanna sinna og
lærisveina, svo sem áður er sagt. Hafa þegar verið til-
færð ummæli tveggja þeirra um hann, og má þar við
bæta örstuttum ummælum tveggja annarra um hann
látinn. Annar þeirra, C. Jones, lét svo um mælt: „í
minum augum eru aðeins til tveir flokkar manna,
Almroth Wright í öðrum, en allir aðrir i hinum.“ Hinn,
M. Greenwood, lýsir hinum miklu kostum Wright’s
og dregur ekki heldur fjöður yfir gallana, en niðurstaða
hans er þessi: „Ég get ekki hugsað mér neina þá skil-
greiningu á miklum manni, er ekki eigi heima við
Wright. Hann var að minnsta kosti svo mikill maður,
að það er óhætt að kveðja hann með fullri hreinskilni.“
Þá var og Wright sýndur margs konar heiður um
ævina. Tekinn var hann í tölu brezkra aðalsmanna
(37)